Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Frændurnir á Torginu eru komnir í jólastuð – Bjóða upp á jólahlaðborð í fyrsta sinn

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Frændurnir Daníel Pétur Daníelsson og Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði er vinsæll meðal bæjarbúa og erlendra gesta. Staðurinn er staðsettur í miðbænum við ráðhústorg Siglufjarðar. Eigendur Torgsins eru frændurnir Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður og Daníel Pétur Daníelsson en þeir hafa rekið staðinn síðan 18. mars í fyrra.

Í ár munu frændurnir bjóða upp á glæsilegt jólahlaðborð í fyrsta sinn:

„Við fundum fyrir því í fyrra að það var mikil eftirspurn hjá vinnuhópum og vinahópum að komast í jólahlaðborð hjá okkur,“

sagði Daníel Pétur Baldursson í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um tilurð jólahlaðborðsins í ár.

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Grafið nautakjöt að hætti Torgsins

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Taðreykt hangiket verður á boðstólum

Jólahlaðborðið hefst núna um helgina og verður svo næstu þrjár helgar á föstudögum og laugardögum. Það verður að segjast eins og er að verðið á jólahlaðborðinu er með því ódýrasta á landinu, aðeins 5.900 krónur.

Það er nánast fullbókað í jólahlaðborðið og því ekki þörf á að hafa annan matseðil í gangi.

„Já þetta hefur farið fram úr björtustu vonum og erum við ákaflega ánægðir með viðtökurnar.  Hámarksfjöldi á kvöldi er 45 manns og lágmark 20 manns.

Við erum að vinna þetta svolítið eftir okkar leiðum og bjóðum t.d. upp á jólapizzu og jólahamborgara á hlaðborðum, sem sló rækilega í gegn sem stakir réttir í fyrra. Við erum svo með okkar eigið rauðkál, erum að sjóða jólagraut, grafa kjöt og fisk og útbúa flottar sósur. Við bjóðum einnig upp á hægeldaða sojagljáða nautatungu og síldin sem við bjóðum upp á er verkuð og marineruð hjá Hákoni vini okkar í fiskbúð fjallabyggðar.  Í aðalrétt er purusteikin sívinsæla og kalkúnabringa með sætkartöflufyllingu, að hætti konu minnar Auðar Aspar Magnúsdóttur,“

sagði Daníel Pétur Baldursson hress og bætti við:

„Jólasegullinn frá Matta vini mínum í Segli 67 hér á Siglufirði verður allsráðandi yfir hátíðarnar, en einnig tökum við inn sér vín fyrir jólahlaðborðin.“

Boðið er upp á lifandi tónlist öll kvöldin, en það er Björn rafvirki sem mætir með píanóið og spilar falleg jólalög.

Nautatungan gerð klár fyrir marineringu

Jólasegullinn frá Segli 67 á Siglufirði verður allsráðandi yfir hátíðarnar

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Kalkúnabringurnar verða hægeldaðar í nýju græjunni (Sous Vide)

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Heiðurinn af listaverkunum sem prýða veggi Torgsins á listamaðurinn Jón Steinar Ragnarsson

Veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði

Hafið mun vera í aðalhlutverki í nýju listaverki Jóns Steinars sem nú er í vinnslu

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið