Frétt
Frægir veitingastaðir í Danmörku með styrktarkvöldverð vegna gróðureldanna í Ástralíu
Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur þá hefur Ástralía staðið frammi fyrir víðtækum skógareldum sem hafa haft gífurleg áhrif á bæði dýralíf og nágrannasamfélög.
Frægir veitingastaðir í Danmörku standa nú að styrktarkvöldverði 24. febrúar næstkomandi, en allur ágóði rennur til „World Wide Fund For Nature“ í Ástralíu.
Þessi styrktarkvöldverður verður haldin á veitingastaðnum Barr sem staðsettur er við Strandgötuna í Kaupmannahöfn.
Á meðal þeirra veitingastaða sem leggja hönd á plóg eru 108, Barr, bakaríið hart, ILUKA, Noma, Sanchez og Tigermom.
Hver veitingastaður verður með einn rétt og boðið verður upp á vín frá Lieu Dit og Rosforth & Rosforth.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að panta borð, geta smellt hér og pantað.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan