Frétt
Frægir veitingastaðir í Danmörku með styrktarkvöldverð vegna gróðureldanna í Ástralíu
Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarnar vikur þá hefur Ástralía staðið frammi fyrir víðtækum skógareldum sem hafa haft gífurleg áhrif á bæði dýralíf og nágrannasamfélög.
Frægir veitingastaðir í Danmörku standa nú að styrktarkvöldverði 24. febrúar næstkomandi, en allur ágóði rennur til „World Wide Fund For Nature“ í Ástralíu.
Þessi styrktarkvöldverður verður haldin á veitingastaðnum Barr sem staðsettur er við Strandgötuna í Kaupmannahöfn.
Á meðal þeirra veitingastaða sem leggja hönd á plóg eru 108, Barr, bakaríið hart, ILUKA, Noma, Sanchez og Tigermom.
Hver veitingastaður verður með einn rétt og boðið verður upp á vín frá Lieu Dit og Rosforth & Rosforth.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að panta borð, geta smellt hér og pantað.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný