Sverrir Halldórsson
Fossvogur – Osló – Hringbraut – Reykjalundur | Annar kafli
Um 4 leitið um nóttina 15. október vorum við klár og stuttu seinna komu menn stjána babú og settu mig í börur og þar með hófst ferðin til Osló, keyrðu þeir mig upp í flugstöð.
Þegar þar var komið var skipt yfir í hjólastól sem einhver starfsmaður stöðvarinnar sá um að rúlla, við fórum bakdyramegin og er komið var upp þá fórum við beint í gegnum tollinn og svo tryllaði þessi ágæti maður mér beint út í vél, þar tóku flugfreyjurnar við mér og tók mig um 5 mínútur að ganga 3 skref að sætinu og þá settist ég, og fékk súrefni og var annað sætið fyrir súrefnisvélina og hinu megin við ganginn sat móðir mín og hjúkrunafræðingur frá hótelinu í Fossvogi sem átti að afhenda mig formlega á norska sjúkrahúsinu, vel að merkja þetta var á Saga Class.
Svo fór vélin frá Icelandair í loftið og stefnan tekin á Noreg, svo byrjuðu flugfreyjurnar að stjana í kringum mann, maður fékk á tilfinninguna að maður væri aftur orði 3ja ára, þvílíkt stúss.
Svo kom matur og var það svona kabarettdiskur með ýmsu áleggi kaldur, og það vil ég segja við ykkur hjá IGS það var skápabragð af laxinum og skinkunni, þið þurfið að passa betur upp á þetta.
Svo leið flugið og mér leið alveg bærilega og loksins lentum við á Gardemoen flugvellinum í Osló og vélin keyrði upp að hliðinu og kom þá í ljós að einn raninn í flugstöðinni var óvirkur og þið hafið eflaust getið ykkur strax til hvar hann var, jú einmitt hjá Icelandair vélinni.
Svo var vélin tæmd og ég settur í svona frímerkisstól eins og er í flugvélunum, sjúkrabíllinn mættur en vandamál að koma mér út úr vélinni, svo leið og beið og á endanum missti flugstjórinn þolimæðina og rauk í símann og ég hefði sannarlega viljað vera fluga á vegg og heyra það samtal því hann var varla búinn að leggja á, þegar einhver kallaði þarna kemur bílinn.
Þetta var svona matarbíll þar sem hægt er að lyfta húsinu upp að vélinni og mér rennt inn í hann, hann lækkar húsið niður og þar taka sjúkraflutningsmennirnir við mér og koma mér fyrir í börum og inn í sjúkrabíl.
Þetta hafði tekið á 3 tíma þannig að ég var feginn að leggjast út af og slaka á meðan keyrt var inn í Oslí á Ullevál sjúkrahúsið.
Þar var maður tékkaður inn komið fyrir í rúmi og bara slakur eftir ferðina, hjúkkan afhenti gögnin í máli og prenti og fór svo með móður mína á hótelið við hliðina á sjúkrahúsinu en þar skyldi hún dvelja.
Daginn eftir var ég drifinn í aðgerðina og tók hún á þriðju klukkustund og hefði mín vegna mátt taka lengri tíma, því ég var vakandi en svaka deyfður og svo voru 7 gullfallegar stúlkur þar til aðstoðar allar dökkhærðar og hver annarri fegurri og það mikið að ég gleymdi lækninum sem var að krukka í mér, kannski hef ég séð tvöfalt en sælubros á vör sagði til að enn væri líf í karlinum, svo var mér skutlað inn á eins manna stofu í loftrúmi sem var eins og geimstöð.
Nú liðu dagarnir og alltaf var ég að kvarta undan rúminu því loftið fór úr því nokkuð oft og nánast enginn kunni á það og hinu að ég náði ekki að sofa almennilega neina nótt, ég var farin að biðja þau að setja mig í stólinn rauða því þar náði ég að sofa smá, lyfin virkuðu öðruvísi á mig og ég endaði í smá lyfjarússi og lak í gólfið og það tók sex manns að koma mér upp í rúm.
Þjónustan var skringileg ef maður hringdi bjöllunni þá gat skeð að það liðu um 20 mínútur þar til einhver kom og eitt sinn komu 2 sjúkraliðar og stóðu sitt hvoru megin við rúmið og hafa örugglega spjallað saman í 10 mínútur um einhvern súmarbústað upp í rassgati og allt í einu horfir annar aðillinn niður á mig og spyr vantar þig eitthvað.
30 rétta A la carte matseðill
Það sem maður gat hrósað var maturinn en það var A la carte matseðill með 30 réttum og hægt að fá að borða þegar manni langaði í, hann var eldaður cook-chill og fór tilbúinn út á deildirnar þar sem hann var hitaður í ofni þegar einhver bað um mat, og þar stóð starfsfólkið sig vel, alltaf að koma og spyrja hvort ég vildi ekki eitthvað að borða, gaman hefði verið að það hefði verið jafnduglegt að sinna öðrum þörfum mínum.
Það var mikið rætt um hvenær ég færi heim, því sumir læknarnir vildu að ég færi með sjúkraflugi en yfirlæknirinn var mótfallinn því, en var jafn uggandi ef ég færi í áætlunarflugi og ef vélinn þyrfti að lenda í Bergen, þá myndi það kostað sjúkrahúsið 500,000 kr norskar, en að lokum var dagurinn ákveðinn 30. október.
Var hafinn undirbúningur að gera mig klára fyrir þessa dagsetningu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða