Markaðurinn
Fosshótel Stykkishólmur leitar að öflugum yfirþjóni
Ertu reynslumikill þjónn með brennandi áhuga á frábærri þjónustu og faglegri stjórnun? Fosshótel Stykkishólmur óskar eftir öflugum yfirþjóni. Yfirþjónn sér um daglegan rekstur deildarinnar, samhæfir starfsemina, tryggir að þjónusta og gæði séu ætíð í hæsta gæðaflokki og vinnur í nánu samstarfi við rekstrarstjóra veitingadeildar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg umsjón, skipulag og framkvæmd verkefna í veitingasölum
- Þjónusta og samskipti við gesti
- Almenn vaktstjórn í veitinga-, fundar- og veislusal
- Fagleg þjálfun starfsmanna
- Umsjón með mönnun vakta og afleysingum í fríum og veikindum
- Miðlun upplýsinga til starfsfólks og milli vakta
- Fagleg úrlausn mála sem kunna að koma upp
Hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Traust reynsla af sambærilegu leiðtogahlutverki er skilyrði
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðhorf og þjónustulund í fyrsta sæti
- Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð
- Gott vald á ensku er skilyrði; önnur tungumál eru kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Öryggisvitund og þekking á HACCP er kostu
Í boði er húsnæði til leigu.
Fosshótel Stykkishólmur er þriggja stjörnu hótel með einstaklega fallegt útsýni yfir bæinn og eyjarnar í kring. Hótelið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja ferðast um Snæfellsnesið eða sigla um eyjarnar og skoða hið einstaka dýralíf sem þar finnst. Á hótelinu er að finna hlýlegt veitingahús sem býður upp á a la carte seðil þar sem hráefnið er sótt úr nærumhverfinu og innblásturinn kemur úr náttúrunni.
Fosshótel Stykkishólmur – Fullt starf
Umsóknarfrestur: 15.12.2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Uppskriftir5 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Frétt16 klukkustundir síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi






