Markaðurinn
Fosshótel Jökulsárlón óskar eftir að ráða til sín kokka í eldhúsið
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Fosshótel Jökulsárlón óskar eftir að ráða til sín kokka í eldhúsið.
Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Starfssvið
- Umsjón, skipulagning og þátttaka í matreiðslu og bakstri.
- Frágangur og geymsla á matvælum.
- Eftirlit með hreinlæti, GÁMES.
- Aðstoð við innkaup og birgðaumsjón.
- Aðkoma að gerð matseðla í samráði við yfirmann
Hæfniskröfur
- Menntun í matreiðslu kostur.
- Reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum .
- Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur.
Hótelið er fyrsta flokks 4 stjörnu hótel sem opnaði á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls í júní 2016. Í nágrenni hótelsins er eitt vinsælasta göngusvæði landsins.
Hótelið er því kjörið fyrir útivistarfólk og fjallageitur, enda er úr meira en hundrað gönguleiðum að velja og útsýnið stórfenglegt til allra átta.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband