Freisting
Forkeppni Matreiðslumaður ársins 2006 – Skráðir keppendur
Forkeppni fyrir matreiðslumann ársins 2006 verður haldin 18. janúar 2006 í Hótel og matvælaskólanum Kópavogi.
Fyrsta holl:
Í eldhús: 14:00
Byrjað: 14:30
Afgreitt: 16:30
Seinna holl:
Í eldhús: 17:00
Byrjað: 17:30
Afgreitt: 19:30
Keppendur:
Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson Hótel Saga
Ágúst Már Garðarsson Lækjarbrekka
Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson Salt
Björn Bragi Bragason – Perlan
Daníel Ingi Jóhannsson Skólabrú
Elvar Torfason Thorvaldsenbar
Guðleifur Kristinn Stefánsson Hótel Saga
Gunnar Karl Gíslason – B5
Halldór Karl Valsson Hótel Holt
Haukur Gröndal Fjalarkötturinn
Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran Sjávarkjallarinn
Jóhann Páll Sigurðarson – Grand Hótel
Steinn Óskar Sigurðsson Sjávarkjallarinn
Fimm efstu komast í úrslitakeppnina, ekki eru gefin upp sæti.
Tilkynnt verður samdægurs hverjir komast áfram.
Úrslitakeppni verður svo fimmtudaginn 30. mars á sýningunni matur 2006.
Áhöld:
Eldhúsin verða án smá áhalda svo keppendur þurfa að koma með öll áhöld með sér.
Dómarar:
Dæmt verður með blind smakki og dómarar verða 5 sem allir hafa lokið dómaranámskeiði NKF:
1. Bjarki Hilmarsson, yfirdómari
2. Alfreð Ómar Alfreðsson
3. Brynjar Eymundsson
4. Sverrir Halldórsson
5. Óráðstafað
Fatnaður:
Keppendum er skylt að vera í einkennisklæðnaði sem er svartar buxur, hvítur kokkajakki, húfa og hvít svunta, allt vel til haft.
Uppskriftir:
Matseðli og uppskriftum skal skila inn á Íslensku og ensku í tölvutæku formi, ásamt matseðli og kynningu til útstillingar.
Uppskriftir verða eign Klúbbs Matreislumeistara.
Hráefni og uppsetning:
Eldaður er einn aðalréttur fyrir 10 manns sem eru framreiddir á diskum.
(5 fyrir dómara, 1 í útstillingu og 4 fyrir dómaranámskeið)
Grunnhráefni er eitt lambalæri og einn lambahryggur og skal eldast í það minnsta á tvo vegu.
Keppendur hafa tvo tíma til að afgreiða á keppnisstað, en mega koma með allt tilbúið (mega vera búnir að forvinna/forelda allt)
Vægi dóma:
Matseðill 10%
Framsetning/samsetning 40%
Bragð 50%
Fyrir hönd nefndar um Matreiðslumann ársins
Bjarki Hilmarsson, Formaður
Greint frá á heimasíðu KM
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta16 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði