Food & fun
Food & Fun snýr aftur – Myndir frá formlegri opnun á viðburðasíðu Food & Fun á UPPI

Óli Hall framkvæmdastjóri Food & Fun, Siggi Hall, einn af stofnendum hátíðarinnar Food & Fun og Inga Tinna Sigurðardóttir eigandi og forstjóri Dineout
Matarhátíðin Food & Fun verður haldin með pompi og prakt dagana 1.- 4. mars næstkomandi eftir tveggja ára hlé vegna Covid-19 faraldursins. Hátíðin er haldin í 20. skipti og hefur vakið athygli um heim allan fyrir skemmtilegt og spennandi samstarf íslenskra veitingastaða með erlendum gestakokkum þar sem íslensk hráefni og gæði eru í hávegum höfð.
13 alþjóðlegir gestakokkar taka þátt og veitingastaðirnir sem munu bjóða upp á frábæra Food & fun matarupplifun eru; Apótekið, Brút, Duck and Rose, Eiríksson, Fiskmarkaðurinn, Fröken Reykjavík, Héðinn, Hnoss, La Primavera Harpan, Mathús Garðabæjar, Sumac, Tides og Tres Locos.
Dineout í samstarfi við Food & Fun Reykjavík hefur sett í loftið glænýja viðburðasíðu. 13 alþjóðlegir gestakokkar taka þátt og veitingastaðirnir sem munu bjóða upp á frábæra Food & fun matarupplifun.
- Leifur Kolbeins eigandi La Primavera og Siggi Hall
- Yesmine, Inga Tinna og Ingibjörg Þorvaldsd.
- Starfsmenn Dineout, Sölvi, Togga, Sindri og IngaTinna
Samstarfsaðilar og veitingamenn komu saman í síðustu viku til að fagna opnun á viðburðasíðu Food & Fun sem var sérhönnuð af teymi Dineout. Viðburðurinn fór fram á barnum UPPI á Fiskmarkaðnum og var mikil ánægja meðal fólks.
Tryggðu þér borð á stærstu matarhátíð landsins strax í dag! Því við getum lofað þér það verður uppselt fyrr en síðar. Hægt er að bóka viðburð með fljótlegum hætti á dineout.is/foodandfun
Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi og forstjóri Dineout:
„Við hjá Dineout erum gríðarlega stolt að hafa fengið boð um samstarf við Food & Fun. Okkar ástríða er að veita veitingastöðum sérhannaðar hugbúnaðarlausnir og því virkilega gaman að geta unnið með Food & Fun teyminu við undirbúning hátíðarinnar.
Dineout teymið sérhannaði viðburðasíðu þar sem gestir geta skoðað hvað er í boði, hvar er laust borð (og það í rauntíma) og um leið bókað þann matarviðburð sem viðkomandi vill fara á.“
Ef þú rekur veitingastað og hefur áhuga á að setja upp hugbúnaðarlausnir Dineout Iceland þá er best að senda tölvupóst á [email protected] og við svörum þér um hæl. Einnig má finna nánari upplýsingar hér.
- Niðurtalning í opnun síðunnar
- Manuela, IngaTinna og Sjöfn Þórðar
- Inga Tinna og Óli Hall
- Andri og Sölvi hjá Dineout

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?