Food & fun
Food & Fun snýr aftur – Myndir frá formlegri opnun á viðburðasíðu Food & Fun á UPPI
Matarhátíðin Food & Fun verður haldin með pompi og prakt dagana 1.- 4. mars næstkomandi eftir tveggja ára hlé vegna Covid-19 faraldursins. Hátíðin er haldin í 20. skipti og hefur vakið athygli um heim allan fyrir skemmtilegt og spennandi samstarf íslenskra veitingastaða með erlendum gestakokkum þar sem íslensk hráefni og gæði eru í hávegum höfð.
13 alþjóðlegir gestakokkar taka þátt og veitingastaðirnir sem munu bjóða upp á frábæra Food & fun matarupplifun eru; Apótekið, Brút, Duck and Rose, Eiríksson, Fiskmarkaðurinn, Fröken Reykjavík, Héðinn, Hnoss, La Primavera Harpan, Mathús Garðabæjar, Sumac, Tides og Tres Locos.
Dineout í samstarfi við Food & Fun Reykjavík hefur sett í loftið glænýja viðburðasíðu. 13 alþjóðlegir gestakokkar taka þátt og veitingastaðirnir sem munu bjóða upp á frábæra Food & fun matarupplifun.
Samstarfsaðilar og veitingamenn komu saman í síðustu viku til að fagna opnun á viðburðasíðu Food & Fun sem var sérhönnuð af teymi Dineout. Viðburðurinn fór fram á barnum UPPI á Fiskmarkaðnum og var mikil ánægja meðal fólks.
Tryggðu þér borð á stærstu matarhátíð landsins strax í dag! Því við getum lofað þér það verður uppselt fyrr en síðar. Hægt er að bóka viðburð með fljótlegum hætti á dineout.is/foodandfun
Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi og forstjóri Dineout:
„Við hjá Dineout erum gríðarlega stolt að hafa fengið boð um samstarf við Food & Fun. Okkar ástríða er að veita veitingastöðum sérhannaðar hugbúnaðarlausnir og því virkilega gaman að geta unnið með Food & Fun teyminu við undirbúning hátíðarinnar.
Dineout teymið sérhannaði viðburðasíðu þar sem gestir geta skoðað hvað er í boði, hvar er laust borð (og það í rauntíma) og um leið bókað þann matarviðburð sem viðkomandi vill fara á.“
Ef þú rekur veitingastað og hefur áhuga á að setja upp hugbúnaðarlausnir Dineout Iceland þá er best að senda tölvupóst á [email protected] og við svörum þér um hæl. Einnig má finna nánari upplýsingar hér.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar