Keppni
Flóaskóli sigraði í Eftirréttakeppni grunnskólana 2022
Fulltrúar Flóaskóla, þær Ásdís Eva, Júlía Kolka, Svandís og Þórunn Eva, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Eftirréttakeppni grunnskólana 2022 sem haldin var í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara og IÐUNA fræðslusetur.
Þær sýndu mikinn metnað við undirbúning keppninnar og liggur mikil vinna að baki, en stelpurnar eru búnar að æfa sig, þróa uppskriftirnar og framsetningu réttanna í magar vikur undir góðri leiðsögn Iðunnar Ýrar heimilisfræðikennara.
Þær báru fram skyrköku með kanilbotni og karamelluseruðum kókos, panna cotta með hvítu súkkulaði og kartöflukanilköku með rjómaostakremi, en kartöflurnar tóku þær með sér úr Flóanum.
Glæsilegur árangur hjá þeim en þær fengu aukastig fyrir samvinnu og frumleika.

F.v. Þórir Erlingsson, Gabríel Kristinn Bjarnason, sigurvegarar í eftirréttakeppninni þær Ásdís Eva, Júlía Kolka, Svandís og Þórunn Eva. Rafn H. Ingólfsson og Edda Jóhannesdóttir deildarstjóri miðlunar og þjónustu hjá Iðunni fræðslusetri.
Um keppnina
Nemendur í efstu bekkjum grunnskóla gafst tækifæri til að kynnast matreiðslufaginu nánar. Keppt var í gerð eftirrétta; liðakeppni þar sem fjórir þátttakendur frá hverjum átta skóla; Álftamýrarskóla, Fellaskóla, Flóaskóla, Foldaskóla, Hlíðaskóla, Hólabrekkuskóla, Valhúsaskóla og Víkurskóla. Undirbúningur stóð yfir í allt haust þar sem nemendur unnu undir leiðsögn síns kennara en einnig fengið heimsókn í skólann frá matreiðslumeisturum.
Keppnin fór fram í Húsi fagfélaganna Stórhöfða 31. Opið hús var fyrir foreldra og aðstandendur á meðan keppni stóð og verðlaunaafhending fór fram sama dag.
Um er að ræða samstarfsverkefni nokkurra grunnskóla, Klúbbs matreiðslumeistara og Iðunnar fræðsluseturs en meginmarkmið keppninnar var að nemendur hefðu af henni bæði gagn og gaman auk svolítillar starfsfræðslu enda skólanámið a.m.k. öðrum þræði undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu.
Myndir: floaskoli.is

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn