Vertu memm

Markaðurinn

Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi

Birting:

þann

Fljótlegur hátíðareftirréttur - Einfaldasta skyrkaka í heimi

Fljótlegur hátíðareftirréttur eða sparilegur morgunmatur sem smakkast einstaklega vel. Hér má líka nota sykurlausa karamellusósu og eingöngu granóla í botninn.

Fyrir 2

Innihald

2 dósir af Ísey skyr púff með eplum og kanil

4 stk. piparkökur

250 ml rjómi

2 msk. granóla með eplum, kanil, pekanhnetum og kókos.

Karamellusósa

Aðferð

  1. Myljið piparkökurnar gróflega niður og setjið í botninn á glasi eða skál.
  2. Setjið eina dós af Ísey skyr Púff í hvora skál fyrir sig.
  3. Þeytið rjóma og sprautið honum fallega yfir skyrið, setjið granóla yfir rjómann ásamt karamellusósu.
  4. Best er að bera réttinn fram strax svo að piparkökurnar haldist stökkar. Þó er í lagi að gera hann 2-3 klst. áður en hann er borinn fram ef geymdur er í kæli. Fyrir þá sem ekki vilja nota piparkökur er sett 1-2 msk. af granóla í botninn í staðinn.

Fljótlegur hátíðareftirréttur - Einfaldasta skyrkaka í heimi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið