Food & fun
Fjölbreytnin í fyrirrúmi á Food and Fun – Myndir frá formlegri setningu hátíðarinnar
Food and Fun matarhátíðin hófst í gær og er þetta í sautjánda skipti sem hún er haldin hér á Íslandi. Hátíðin stendur yfir dagana 28. febrúar til 4. mars næstkomandi.
Matseðlarnir eru einkar fjölbreyttir í ár og gefst gestum hátíðarinnar kostur á að smakka allt frá finnsku flatbrauði með ígulkerjasmjöri að kjúklingahjörtum og kamillublómum svo fátt eitt sé nefnt.
Veitingastaðirnar sem taka þátt í fjörinu í ár eru sextán talsins. Hátíðin hefur farið ört vaxandi síðastliðin ár og er löngu búin að festa sig í sessi sem fastur liður í matarmenningu Reykvíkinga.
Hátíðin var formlega sett í Hótel- og matvælaskólanum í gær og buðu nemendur upp á glæsilega veislu (sjá matseðilinn hér).
Erlendu gestakokkarnir í ár koma víðsvegar að úr heiminum. Meðal annars frá Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Frakklandi, Líbanon, Ítalíu, Spáni, Argentínu og Laos og matseðlarnir því einstaklega fjölbreyttir í ár. Allar frekari upplýsingar um hátíðina, veitingastaðina og matseðla má nálgast á www.foodandfun.is
Með fylgja myndir frá formlegri setningu Food & Fun hátíðarinnar í gær í Hótel- og matvælaskólanum.
Myndir: Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur