Food & fun
Fjölbreytnin í fyrirrúmi á Food and Fun – Myndir frá formlegri setningu hátíðarinnar
Food and Fun matarhátíðin hófst í gær og er þetta í sautjánda skipti sem hún er haldin hér á Íslandi. Hátíðin stendur yfir dagana 28. febrúar til 4. mars næstkomandi.
Matseðlarnir eru einkar fjölbreyttir í ár og gefst gestum hátíðarinnar kostur á að smakka allt frá finnsku flatbrauði með ígulkerjasmjöri að kjúklingahjörtum og kamillublómum svo fátt eitt sé nefnt.
Veitingastaðirnar sem taka þátt í fjörinu í ár eru sextán talsins. Hátíðin hefur farið ört vaxandi síðastliðin ár og er löngu búin að festa sig í sessi sem fastur liður í matarmenningu Reykvíkinga.
Hátíðin var formlega sett í Hótel- og matvælaskólanum í gær og buðu nemendur upp á glæsilega veislu (sjá matseðilinn hér).
Erlendu gestakokkarnir í ár koma víðsvegar að úr heiminum. Meðal annars frá Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Frakklandi, Líbanon, Ítalíu, Spáni, Argentínu og Laos og matseðlarnir því einstaklega fjölbreyttir í ár. Allar frekari upplýsingar um hátíðina, veitingastaðina og matseðla má nálgast á www.foodandfun.is
Með fylgja myndir frá formlegri setningu Food & Fun hátíðarinnar í gær í Hótel- og matvælaskólanum.
Myndir: Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






























