Food & fun
Fjölbreytnin í fyrirrúmi á Food and Fun – Myndir frá formlegri setningu hátíðarinnar
Food and Fun matarhátíðin hófst í gær og er þetta í sautjánda skipti sem hún er haldin hér á Íslandi. Hátíðin stendur yfir dagana 28. febrúar til 4. mars næstkomandi.
Matseðlarnir eru einkar fjölbreyttir í ár og gefst gestum hátíðarinnar kostur á að smakka allt frá finnsku flatbrauði með ígulkerjasmjöri að kjúklingahjörtum og kamillublómum svo fátt eitt sé nefnt.
Veitingastaðirnar sem taka þátt í fjörinu í ár eru sextán talsins. Hátíðin hefur farið ört vaxandi síðastliðin ár og er löngu búin að festa sig í sessi sem fastur liður í matarmenningu Reykvíkinga.
Hátíðin var formlega sett í Hótel- og matvælaskólanum í gær og buðu nemendur upp á glæsilega veislu (sjá matseðilinn hér).
Erlendu gestakokkarnir í ár koma víðsvegar að úr heiminum. Meðal annars frá Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Frakklandi, Líbanon, Ítalíu, Spáni, Argentínu og Laos og matseðlarnir því einstaklega fjölbreyttir í ár. Allar frekari upplýsingar um hátíðina, veitingastaðina og matseðla má nálgast á www.foodandfun.is
Með fylgja myndir frá formlegri setningu Food & Fun hátíðarinnar í gær í Hótel- og matvælaskólanum.
Myndir: Guðmundur Guðmundsson matreiðslumeistari
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt21 klukkustund síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan