Kokkalandsliðið
Fjallað um mótmæli Kokkalandsliðsins í fjölmiðlum
Í gærkvöldi mótmælti Kokkalandsliðið ákvörðun stjórnar kokkalandliðsins að gera samning við fyrirtæki sem framleiðir lax í opnu sjókvíaeldi.
Það er búið að vera mikil umfjöllun í dag á fjölmörgum fréttasíðum vegna mótmæla Kokkalandsliðsins.
Hér er stiklað á stóru þær fréttir sem birtust á fréttasíðum í dag:
Kokkalandsliðið mótmælir
Kokkalandsliðið hefur mótmælt ákvörðun stjórnar kokkalandliðsins að gera samning við fyrirtæki sem framleiðir lax í opnu sjókvíaeldi.
Lesa meira
Sturla hættir í KM
Það er með þungum huga sem ég sé mig tilneyddan til að segja mig úr klúbbi matreiðslumeistara. Tilefnið er fráleitur styrktarsamningur sem klúbburinn hefur gert við Arnarlax fyrir hönd kokkalandsliðsins.
Lesa meira
Yfirlýsing frá Bocuse d´Or akademíu Íslands
Bocuse d´Or Akademía Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar atburðarásar sem undan hefur gengið.
Lesa meira
Tóku ákvörðunina af „prinsippástæðum“
Garðar Kári Garðarsson, kokkur ársins og yfirmatreiðslumaður Deplar Farm, sem er einn þeirra sem sögðu sig úr kokkalandsliðinu fyrr í kvöld, segir að um „prinsippmál“ sé að ræða.
Lesa meira
Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum
Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. Fjórtán landsliðsmenn hættu að gefa kost í liðið í gær sem æft hefur undanfarið ár fyrir heimsmeistaramótið í nóvember. Ástæðan er samningur landsliðsins við Arnarlax sem kynntur var á miðvikudaginn við pomp og prakt í Hörpu.
Lesa meira
Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum
Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. Þau valdi starfsfólki Arnarlax miklum vonbrigðum og fyrirtækinu skaða.
Lesa meira
Samningurinn við Arnarlax kom liðinu á óvart
„Þetta snýst um sjálfbærni, jákvæða ímynd liðsins, verndun náttúru Íslands og því að tengja okkur við fyrirtæki sem eru fyrirmyndir þannig að við séum fyrirmyndir,“ segir Ylfa Helgadóttir, kokkalandsliðsmaður. Fjórtán matreiðslumeistarar í kokkalandsliðinu hafa sagt sig úr því í mótmælaskyni við þá ákvörðun stjórnarinnar að gera samstarfssamning við Arnarlax.
Lesa meira
Segir ólgu vegna samnings við Arnarlax
Ólga er meðal matreiðslumanna vegna styrktarsamnings sem Klúbbur matreiðslumeistara gerði á dögunum við fyrirtækið Arnarlax. Sturla Birgisson, matreiðslumeistari, sem leigir Laxá á Ásum við Blönduós og rekur þar veiðihús, sagði sig úr klúbbnum í dag. Hann er sá sem veiddi eldislaxinn í Vatnsdalsá í síðustu viku.
Lesa meira
Dregið inn í „grímulausa“ baráttu
„Við erum hugsi yfir þeim óvæntu atburðum og umræðu sem hefur átt sér stað í kjölfar samkomulags Arnarlax og Klúbbs matreiðslumanna um að hið vestfirska fiskeldi Arnarlax verði bakhjarl kokkalandsliðsins.“
Þetta kemur fram í tilkynningu á facebooksíðu Arnarlax í tilefni þess að kokkalandsliðsmenn sögðu sig úr kokkalandsliðinu í gær.
Lesa meira
Stjórn K.M. riftir samningi við Arnarlax
Stjórn K.M. hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, dags. 20. ágúst sl., m.a. vegna vanefnda fyrirtækisins á samningnum. Yfirlýsing þess efnis hefur þegar verið send til Arnarlax og samningurinn er því niður fallinn.
Lesa meira
Chefs cancel controversial sponsorship deal with salmon farm
The National Chef’s Club has canceled a controversial sponsorship deal with the salmon farming company Arnarlax.
Read more/Lesa meira
Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax
Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, fagnar ákvörðun stjórnar Klúbbs matreiðslumanna að rifta styrktarsamningi við Arnarlax. Hún segir þá tvo fulltrúa kokkalandsliðsins sem mættu í hádegisverði í Hörpu á miðvikudag, settu á sig svuntur merktar Arnarlaxi og elduðu kræsingar úr réttunum ekki hafa vitað að um væri að ræða samning við fiskeldisfyrirtækið.
Lesa meira
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Kokkalandsliðið14 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






