Uppskriftir
Fiskur í raspi með heimalöguðu remúlaði – Uppskriftir
„Það eru auðvitað mikil forréttindi að hafa gott aðgengi að fyrsta flokks hráefni, auk þess sem fiskur er alltaf vinsæll hérna í mötuneytinu,“
segir Theodór Sölvi Haraldsson matreiðslumeistari í mötuneyti ÚA. Hann gefur lesendum heimasíðunnar uppskrift að steiktum fiski sem reglulega er á boðstólum í mötuneytinu.
Áhersla á fisk
„Þetta er stór vinnustaður og eðli málsins samkvæmt er smekkur fólks misjafn en þessi fiskréttur fær alltaf góða dóma hjá starfsfólkinu. Við getum sagt að uppskriftin sé klassísk og hún er alls ekki flókin. Með fiskinum höfum við remúlaði og brúnaðan lauk.
Okkur finnst sjálfsagt að leggja áherslu á fiskinn, enda topp hráefni á allan hátt og hollt. Þetta er sem sagt réttur sem hittir alltaf í mark,“
segir Theodór.
Hægt að leika sér með þorsk
„Hérna í ÚA er verið að vinna afurðir fyrir kröfuharða viðskiptavini, meðal annars helstu verslunarkeðjur Evrópu. Það er stór kostur að geta farið niður í vinnsluna og náð í brakandi ferskt hráefni, enda er hérna fiskur á boðstólum tvisvar til þrisvar sinnum í viku.
Oftast verður þorskur fyrir valinu, enda er hægt að leika sér með þorskinn á svo margvíslegan hátt. Það þarf að passa sérstaklega að ofelda ekki fiskinn, þá verður hann heldur þurr. Og ef fólk er að elda fisk í ofni er gott ráð að lækka hitann og kynda ofninn svo vel skömmu áður en safaríkur fiskurinn er borðinn á borð.
Ég er ekki frá því að algengustu mistökin felist einmitt í að ofelda fiskinn, reyndar getur línan í þessum efnum verið nokkuð fín,“
segir Theodór Haraldsson matreiðslumeistari.
Hérna er uppskriftin góða:
Fiskur í raspi fyrir fjóra til sex:
1,5 kg Þorskur
6 stk egg
500 gr rasp
500 gr hveiti
50 gr salt
50 gr hvítur pipar
2 msk sítrónupipar
1 msk paprikukrydd
1 msk karrí
1 msk laukduft
Aðferð:
Þorskurinn er skorinn niður í hæfilega bita. Eggin eru pískuð saman í skál ásamt kryddum. Síðan er fiskinum velt upp úr hveiti, síðan velt upp úr eggjunum og svo í lokin upp úr raspinu. Fiskurinn er svo steiktur á pönnu upp úr smá olíu og klípu af smjöri.
Remúlaði
50 gr mæjónes
50 gr súrmjólk
1 stk laukur fínt saxaður
3 msk dijon sinnep
1 msk sætt sinnep
75 gr súrar gúrkur
2 msk capers saxaður
Aðferð:
Þessu er öllu blandað saman og smakkað til.
Brúnaður laukur
2 stk laukur
1 msk steinselja þurrkuð
Olía til steikingar
Smá klípa smjöri
Aðferð:
Laukurinn er sneiddur niður og steiktur á pönnu þangað til hann verður fallega brúnn á litinn. Þá er smá smjöri bætt við á pönnuna og laukurinn látinn malla í nokkrar mínútur til viðbótar.
Fiskurinn borinn fram ásamt remúlaðinu, soðnum kartöflum, brúnuðum lauk og sítrónusneið.
Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu !
Myndir Sindri Swan/samherji.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi