Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Fiskidagurinn mikli á Dalvík

Birting:

þann

Fiskidagurinn mikli 2014 á Dalvík

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er nú haldinn í fjórtánda sinn. Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu ókeypis.

Klukkan 18:00 í dag föstudaginn 8. ágúst verður Fiskidagurinn mikli settur með ca. klst. langri dagskrá í kirkjubrekkunni sem kallað er Vináttukeðjan. Vináttukeðjuræðuna 2014 flytur séra Hildur Eir Bolladóttir. Meðal þeirra sem fram koma eru hinir einu sönnu Greifar, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Erna Hrönn, Friðrik Ómar, Gyða Jóhannesdóttir, Hljómsveitin Thunder, Karlakór Dalvíkur og leikskólabörn úr Dalvíkurbyggð. Knúskorti og vináttuböndum verður dreift og flugeldum skotið upp.

Fiskisúpukvöldið 10 ára í ár

Fiskidagurinn mikli 2014 á DalvíkÍ tilefni af því að Fiskisúpukvöldið er 10 ára í ár verður dregið úr afmælisdögum allra viðstaddra og aðalvinningurinn er ferð til vina okkar í Færeyjum. Meðal annara vinninga er passi til að skjótast á bakvið stóra sviðið á laugardagskvöldinu og fá mynd með stórstjörnunum. Í lokin verður risaknús til þess að leggja vináttu og náungakærleikslínur fyrir helgina. Súpukvöldið hefst síðan kl 20.15 og stendur til 22.15.

Fiskisúpukvöldið er 10 ára í ár, þetta er viðburður sem hefur svo sannarlega slegið í gegn og samtals hafa ríflega 190.000 gestir ritað nöfn sín í gestabækur á súpukvöldi. Í ár eru um 120 fjölskyldur sem taka þátt og eru margar þeirra í samvinnu við aðrar fjölskyldur úr sömu götu. Súpukvöldið hefst að vanda kl. 20:15 og þar bjóða íbúar gestum og gangandi heim í fiskisúpu og að njóta einlægrar gestrisni.

Á sjálfum Fiskideginum mikla, laugardeginum 10. ágúst milli kl. 11:00 og 17:00 verður að vanda margt í boði. Stundvíslega kl. 11:00, opna allar matarstöðvar og dagskráin hefst.
Skólaskipið Sæbjörg verður sérstakur heiðursgestur af hafi og verður til sýnis við bryggjuna.

Það eru margir réttir á matseðlinum og nýjungar í bland við gamla góða rétti. Í fyrsta sinn á Íslandi veðrur boðið uppá Filsur sem eru Fiskipylsur í brauð, þetta er áhugaverð nýjung sem er í samvinnu við Fiskidaginn mikla, Kjarnafæði, Samherja og Friðrik. V. Í tilefni af því að Sæplast á Dalvík er 30 ára verður reynt við heimsmet með því að baka 80 fermetra af saltfískpítsu milli kl 11.00 og 17.00 þetta er samvinnuverkefni Fiskidagsins mikla, Sæplasts og Greifans á Akureyri. Grímur kokkur kemur með nýjan rétt sem er Indverskt grænmetisbuff að auki kemur hann líka með plokkfiskinn góða.

Skemmtidagskráin er afar fjölbreytt að vanda. Á annað hundrað skemmtikraftar koma fram á aðalsviðinu og tugir á hátíðarsvæðinu . Að venju verður lagt áherslu á fjölskylduhátíð og að fjölskyldan komi saman og skemmti sér. Þess má geta að Lína Langsokkur leggur land undir fót, Hrói höttur og félagar, Solla Stirða og Íþróttaálfurinn og fleiri skemmta börnum á öllum aldri.

Fiskidagurinn mikli 2014 á Dalvík

Heimsfrumsýning – Erlendur kafari í ríki sjávarins

Erlendur Bogason, kafari á Akureyri, frumsýnir á Fiskideginum mikla 2014 tuttugu stuttmyndir með sögum og svipmyndum úr hafinu og af hafsbotni við Ísland. Þær eru talsettar á íslensku og hafa sömuleiðis verið framleiddar með ensku tali. Hver mynd er um þrjár mínútur að lengd. Erlendur naut stuðnings Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum við að taka upp, vinna úr myndefninu og kynna það hér opinberlega í fyrsta sinn.

Aðstandendur frumsýningarinnar ætla í framhaldinu að opna síðan í framhaldinu ókeypis aðgang að öllum myndunum á vefnum strytan.is eftir að dagskrá Fiskidagsins mikla lýkur.
Tilgangurinn með þessari gjöf til þjóðarinnar er annars vegar að kynna nemendum í grunn- og framhaldsskólum lífríki og heillandi heim sjávarins í gegnum samskiptamiðla og hins vegar að greiða öllu áhugafólki hérlendis og erlendis leið að einstæðu fræðslu- og skemmtiefni úr íslenskri náttúru.

Fiskidagstónleikar í boði Samherja – Flugeldasýning

Fiskidagurinn mikli 2014 á DalvíkLaugardagskvöldið 9. ágúst kl. 21:45 mun Samherji bjóða til veglegrar kvölddagskrár. Fyrir neðan hafnarbakkann býður Samherji uppá eina mestu tónlistarveislu sem haldin hefur verið á Íslandi. Elvis, Bee Gees, Eurovision, klassískt rokk og Meat Loaf Bat Out Of Hell. Á þriðja tug söngvara og hljóðfæraleikara tekur þátt í sýningunni og þar á meðal heimamennirnir Friðrik Ómar, Matti Matt og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Dagskráin endar síðan með risaflugeldasýningu sem að björgunarsveitin á Dalvík setur upp og sýningin er einnig í boði Samherja.

Fiskasýningin mikla

Skarphéðinn Ásbjörnsson áhugamaður um fiska er veiðimaður mikill og hefur staðið fyrir í afar áhugaverðri fiskasýningu í tólf ár á Fiskidaginn mikla í samstarfi við heimafólk. Þar eru sýndir ferskir fiskar á ís. Fiskasýningin í ár hefur að geyma um 200 tegundir. Þess má geta að hákarlinn á sýningunni verður skorinn kl. 15:00 þann 9. ágúst og er stjórn þeirrar athafnar í höndum feðganna Reimars Þorleifssonar og Gunnar Reimarssonar.

18 ára og yngri mega ekki tjalda nema í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum. Það eru ekki viðmið heldur lög

Það er von aðstandenda Fiskidagsins mikla að allir skemmti sér vel, njóti matarins og þeirra atriða sem í boði eru. Sérstaklega er vonast til þess að allir eigi góðar og ljúfar stundir með fjölskyldunni og vinum. Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð þar sem hvorki er pláss fyrir dóp né drykkjulæti og leggja aðstandendur mikla áherslu á að íbúar eða gestir hafi ekki áfengi um hönd á auglýstum dagskrárliðum Fiskidagsins mikla.

Matseðilinn, dagskrá, aðrar almennar upplýsingar er hægt að skoða á meðfylgjandi vefslóðum:

pdf_icon Matseðill Fiskidagsins mikla 2014

pdf_icon Almenn dagskrá í bænum

pdf_icon Dagskrá á aðalsviðinu

pdf_icon Dagskrárliðir á hátíðarsvæðinu 2014

Heimasíða Fiskidagsins mikla.

 

Fréttatilkynning

Myndir: HSH

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið