Markaðurinn
Ferskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
Einstaklega gott salat sem hægt er að bera fram með kjöti, fisk eða kjúklingi. Salatið getur líka verið máltíð eitt og sér. Fljótlegt og ferskt, og hægt að bera fram heitt eða kalt.
Innihald
4 skammtar
2 stk. meðalstórar sætar kartöflur
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
2 msk. ólífuolía
1 tsk. salt
1 tsk. hvítlaukssalt
1 tsk. chili explosion kryddblanda
1 poki klettasalat
1 askja konfekt tómatar
1⁄2 stk. rauðlaukur
1 stk. granatepli
150 g ostakubbur frá Gott í matinn
Salatdressing
40 ml ólífuolía
safi úr einni sítrónu
1 stk. hvítlauksgeiri
2 msk. hunang
1 tsk. salt
Skref 1
Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu
Skerið sætu kartöflurnar niður í grófa bita og setjið á ofnplötuna ásamt kjúklingabaunum. Setjið 2 msk. af ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar, hvítlaukssalti og chili explosion kryddi. Ef þið viljið hafa salatið í sterkari kantinum, þá setjið aðeins meira af chili kryddinu.
Bakið í um 40 mínútur eða þar til kjúklingabaunirnar eru orðnar aðeins stökkar en sætu kartöflurnar mjúkar. Gott er að hræra til í kartöflunum eftir um 20 mínútur.
Skref 2
Bakið í um 40 mínútur eða þar til kjúklingabaunirnar eru orðnar aðeins stökkar en sætu kartöflurnar mjúkar. Gott er að hræra til í kartöflunum eftir um 20 mínútur.
Setjið klettasalat í skál eða fat.
Setjið sætkartöflublönduna ofan á ásamt niðurskornum tómötum, rauðlauk og granatepli.
Skerið ostakubbinn smátt niður og dreifið honum vel yfir salatið.
Skref 3
Útbúið salatdressinguna með því að blanda öllu innihaldi saman í skál og hræra vel saman. Hellið yfir salatið.
Berið salatið fram strax eða borðið kalt.
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir – gottimatinn.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






