Pistlar
Ferðasaga – Heimsþing WORLDCHEFS í Abu Dhabi – Myndir
Dagana 30. maí til 2. júní var haldið heimsþing Worldchefs í Abu Dhabi en þingið er haldið á tveggja ára fresti. Það voru um 400 kokkar hvaðan af úr heiminum sem mættu til hins sólríka og heita stað við Persaflóa.
Leiðin lá frá Íslandi til London og svo þaðan var flogið beint til Abu Dhabi. Þess má geta að stutt er á milli Abu Dhabi og Dubai eða c.a. 45 mínútna keyrsla. Í Abu Dhabi var hitastigið á bilinu 38°-45° en það kom ekki að sök þar sem flest rými innivið voru oft á tíðum með hitastigi sem við Íslendingar þekkjum vel.
Fjöldi forseta kokkaklúbba út um allan heim var mættur á staðinn ásamt fjölmörgum öðrum þinggestum. Mikill tími fór í fyrirlestra og flottar kynningar á ýmsum efnum og vörum. Einnig fór nokkur tími í að ræða um sjálfbærni sem allir virðast vera uppteknir af þessa dagana en menn eiga erfitt að tileinka sér þá hugsunarhætti.
Mikið var kynnt öll þau prógrömm og námskeið á netinu. Hvet ég sem flesta að kynna sér það á vefslóðinni: www.worldchefs.org
Einnig voru mættir fjölmargir ungliðar og var sérstakt prógramm fyrir þá en það prógramm var einstaklega vel skipulagt og mikið í það lagt.
Mikill fjöldi keppenda var einnig mættur á staðinn til að taka þátt í fjölda keppna sem haldnar voru á staðnum. En þær stærstu voru Global Pastry Chef, Global Chef og Global Young Chef.
Einnig voru haldnar keppnir á vegum Kokkaklúbbs UAE (sameinuðu arabísku furstadæmanna).
Það að taka þátt í alþjóðlegu starfi eins og að sitja á þingi sem þessu veitir innsýn inn í það sem aðrir eru að gera annarsstaðar í heiminum og að búa til tengsl er mjög dýrmætt og getur hjálpað okkur með ýmis mál.
Einnig getum við hjálpað öðrum þjóðum með ýmislegt þá sérstaklega þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í því að stofna klúbba matreiðslumeistar hingað og þangað í heiminum. Þá sérstaklega núna þá sem er verið að stofna í löndum Afríku.
Næsta heimsþing verður haldið árið 2024 og verður það haldið í Singapúr og verður fundarstaðurinn á hinu fræga Marina Bay Sands hótelinu sem er heimsfrægt fyrir að hafa sundlaug á toppnum en hún er á toppi hótelsins sem er 57 hæðir. Ég hvet sem flesta til að prófa að upplifa svona þing og víkka hjá sér sjóndeildarhringinn. Svo nú er bara að fara að skipuleggja ferð til Singapúr árið 2024.
Hér eru helstu úrslit úr keppnum sem haldnar voru af Worldchefs:
Global Chefs Challenge
- sæti – Ítalía (Marco Tomasi)
- sæti – Svíþjóð (Michael Andersson)
- sæti – Singapúr (Leong Wei Ming)
Global Pastry Chefs Challenge
- sæti – Singapúr (Dexter Lee Chee Leong)
- sæti – Ítalía (Antonio Dell’Oro)
- sæti – Frakkland (Nabil Barina)
Global Young Chefs Challenge
- sæti – Noregur (Aron Espeland)
- sæti – Ítalía (Giorgia Ceccato)
- sæti – Svíþjóð (Harald Linder)
Besta notkun á TE Sameinuðu Arabísku Furstadæmin (Aravinda Leelarathna)
Besti fiskur Global Chefs Challenge Pólland (Bartosz Peter)
Besti Fiskur Global Young Chefs Challenge Noregur (Aron Espeland)
Öll úrslit er hægt að finna hér.
© Árni Þór Arnórsson – Varaforseti Klúbbs Matreiðslumeistara og Abu Dhabi-fari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti