Uncategorized @is
Félagsfundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara haldinn í Fontana
Félagsfundur hjá Klúbbi Matreiðslumeistara verður haldinn í Fontana á Laugarvatni 4. apríl. Rútuferð, léttar veitingar í rútu, heitböð, sauna, veisluhlaðborð. Ferðakostnaður með öllu er 2950 kr á mann, skráning fyrir ferðina er á [email protected]
Lagt verður af stað frá Esju kl 17:15 STUNDVÍSLEGA.
Dagskrá
- Sigurður Rafn Hilmarsson matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Fontana mun leiða okkur í sannleikann um hollustu heita vatnsins á líkama og sál.
- Byrjum að kynna okkur góðagæti úr heimahögum og fljótlega skellum við okkur í heita pottinn og sauna.
- Eftir að hafa slakað á í góðan tíma bíður okkur dýrindis veislumatur þar sem borðið svignar undan kræsingum.
- Happdrættið verður að sjálfsögðu á sínum stað.
Þetta er léttur og skemmtilegu fundur með frábæru félagsmönnum og konum.
Munið: Hvítur jakki, svartar buxur og svartir skór.
Kveðja Viðburðarnefndin.
Mynd: Fontana.is
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






