Frétt
Fann perlu í ostrurétti að andvirði 500 þúsund
Gestur á veitingastaðnum víðfræga Grand Central Oyster Bar í New York fann perlu að verðmæti 500 þúsund krónur í ostrurétt sem hann pantaði á matseðli.
66 ára gamli Rick Antosh, sem fann ostruna, sagði í samtali við New York Post að hann væri fastagestur á veitingastaðnum og pantaði sér vanalega, fiskrétt með 6 ostrum sem kostar 1.820 krónur.
Þegar hann var að borða matinn, þá fann hann að eitthvað rúllaði í munninum, og eins og margir á hans aldri myndu hugsa með sér, er þetta tönn eða fylling?
Þegar hann skoðaði aðskotarhlutinn nánar, þá var það perlan góða. Rick lét athuga perluna og sérfræðingar segja að verðmæti perlunnar gæti verið allt að 500 þúsund krónur virði.
„Ég hef verið hér í 28 ár og þetta er aðeins í annað sinn sem ég sé þetta gerast. Og við seljum yfir 5.000 ostrur á hverjum degi.“
sagði yfirkokkurinn Sandy Ingber við New York Post.
„Ég mun örugglega fara aftur á veitingastaðinn og reyna að finna fleiri perlur.“
Sagði Rick hress að lokum.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss