Frétt
Fann perlu í ostrurétti að andvirði 500 þúsund
Gestur á veitingastaðnum víðfræga Grand Central Oyster Bar í New York fann perlu að verðmæti 500 þúsund krónur í ostrurétt sem hann pantaði á matseðli.
66 ára gamli Rick Antosh, sem fann ostruna, sagði í samtali við New York Post að hann væri fastagestur á veitingastaðnum og pantaði sér vanalega, fiskrétt með 6 ostrum sem kostar 1.820 krónur.
Þegar hann var að borða matinn, þá fann hann að eitthvað rúllaði í munninum, og eins og margir á hans aldri myndu hugsa með sér, er þetta tönn eða fylling?
Þegar hann skoðaði aðskotarhlutinn nánar, þá var það perlan góða. Rick lét athuga perluna og sérfræðingar segja að verðmæti perlunnar gæti verið allt að 500 þúsund krónur virði.
„Ég hef verið hér í 28 ár og þetta er aðeins í annað sinn sem ég sé þetta gerast. Og við seljum yfir 5.000 ostrur á hverjum degi.“
sagði yfirkokkurinn Sandy Ingber við New York Post.
„Ég mun örugglega fara aftur á veitingastaðinn og reyna að finna fleiri perlur.“
Sagði Rick hress að lokum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast