Frétt
Falsaðar samfélagssíður í nafni MS
Óprúttnir aðilar hafa stofnað falsaðar síður bæði á Facebook og Instagram í nafni Gott í matinn – matargerðarlínu MS.
Þessir aðilar hafa verið að tilkynna vinningshafa í Kitchenaid gjafaleiknum sem að MS hefur staðið fyrir.
Í tilkynningu frá MS segir meðal annars:
„Okkur þykir þetta mjög leitt og biðjumst innilega velvirðingar á þeim ruglingi sem þetta kann að valda og viljum biðja ykkur að smella á tilkynna/report við bæði skilaboð sem þið kunnið að hafa fengið send og eins ef þið rekist á þessar svindlsíður svo þær hverfi sem fyrst.
Þessar svindlsíður biðja fólk um að smella á hlekki og skrá persónuupplýsingar og/eða kortanúmer en hvorki MS né önnur íslensk fyrirtæki biðja um slíkar upplýsingar í gjafaleikjum sínum. Alls ekki gefa upp neinar persónuupplýsingar eða kortanúmer í gegnum þessa síðu eða aðrar svipaðar.“
Mynd: facebook / Gott í matinn – Matargerðarlína MS
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






