Frétt
Falsaðar samfélagssíður í nafni MS
Óprúttnir aðilar hafa stofnað falsaðar síður bæði á Facebook og Instagram í nafni Gott í matinn – matargerðarlínu MS.
Þessir aðilar hafa verið að tilkynna vinningshafa í Kitchenaid gjafaleiknum sem að MS hefur staðið fyrir.
Í tilkynningu frá MS segir meðal annars:
„Okkur þykir þetta mjög leitt og biðjumst innilega velvirðingar á þeim ruglingi sem þetta kann að valda og viljum biðja ykkur að smella á tilkynna/report við bæði skilaboð sem þið kunnið að hafa fengið send og eins ef þið rekist á þessar svindlsíður svo þær hverfi sem fyrst.
Þessar svindlsíður biðja fólk um að smella á hlekki og skrá persónuupplýsingar og/eða kortanúmer en hvorki MS né önnur íslensk fyrirtæki biðja um slíkar upplýsingar í gjafaleikjum sínum. Alls ekki gefa upp neinar persónuupplýsingar eða kortanúmer í gegnum þessa síðu eða aðrar svipaðar.“
Mynd: facebook / Gott í matinn – Matargerðarlína MS

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars