Frétt
Ertu að framleiða matvæli tilbúin til neyslu? Þá þarftu að lesa þetta
Matvælastofnun hefur birt nýjar leiðbeiningar um greiningar á Listeria monocytogenes (listeríu) í matvælum tilbúnum til neyslu.
Fyrirtæki sem framleiða „matvæli tilbúin til neyslu“ þurfa að leggja fram sýnatökuáætlun sem byggir á áhættumati framleiðandans m.t.t. listeríu. Áhættumatið er mat á því hversu líklegt er að listería berist í matvælin og þá hver vaxtarskilyrði bakteríunnar eru á geymsluþolstíma vörunnar.
Upplýsingarnar eiga fyrirtæki að nota til að flokka matvæli sem þau framleiða undir rétt matvælaöryggisviðmið m.t.t. listeríu. Þau skipast í grófum dráttum í þrjá megin áhættuflokka og nokkra undirflokka.
Leiðbeiningunum er ætlað að aðstoða matvælafyrirtæki við að flokka framleiðsluvörur sínar undir rétt matvælaöryggisviðmið, áætla tíðni og fjölda sýna og hvernig skuli bregðast við ef listería greinist í framleiðsluvörum eða vinnsluumhverfi.
Leiðbeiningarnar er hægt að lesa með því að smella hér.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi