Frétt
Ertu að framleiða matvæli tilbúin til neyslu? Þá þarftu að lesa þetta
Matvælastofnun hefur birt nýjar leiðbeiningar um greiningar á Listeria monocytogenes (listeríu) í matvælum tilbúnum til neyslu.
Fyrirtæki sem framleiða „matvæli tilbúin til neyslu“ þurfa að leggja fram sýnatökuáætlun sem byggir á áhættumati framleiðandans m.t.t. listeríu. Áhættumatið er mat á því hversu líklegt er að listería berist í matvælin og þá hver vaxtarskilyrði bakteríunnar eru á geymsluþolstíma vörunnar.
Upplýsingarnar eiga fyrirtæki að nota til að flokka matvæli sem þau framleiða undir rétt matvælaöryggisviðmið m.t.t. listeríu. Þau skipast í grófum dráttum í þrjá megin áhættuflokka og nokkra undirflokka.
Leiðbeiningunum er ætlað að aðstoða matvælafyrirtæki við að flokka framleiðsluvörur sínar undir rétt matvælaöryggisviðmið, áætla tíðni og fjölda sýna og hvernig skuli bregðast við ef listería greinist í framleiðsluvörum eða vinnsluumhverfi.
Leiðbeiningarnar er hægt að lesa með því að
smella hér.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið9 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






