Frétt
Ertu að framleiða matvæli tilbúin til neyslu? Þá þarftu að lesa þetta
Matvælastofnun hefur birt nýjar leiðbeiningar um greiningar á Listeria monocytogenes (listeríu) í matvælum tilbúnum til neyslu.
Fyrirtæki sem framleiða „matvæli tilbúin til neyslu“ þurfa að leggja fram sýnatökuáætlun sem byggir á áhættumati framleiðandans m.t.t. listeríu. Áhættumatið er mat á því hversu líklegt er að listería berist í matvælin og þá hver vaxtarskilyrði bakteríunnar eru á geymsluþolstíma vörunnar.
Upplýsingarnar eiga fyrirtæki að nota til að flokka matvæli sem þau framleiða undir rétt matvælaöryggisviðmið m.t.t. listeríu. Þau skipast í grófum dráttum í þrjá megin áhættuflokka og nokkra undirflokka.
Leiðbeiningunum er ætlað að aðstoða matvælafyrirtæki við að flokka framleiðsluvörur sínar undir rétt matvælaöryggisviðmið, áætla tíðni og fjölda sýna og hvernig skuli bregðast við ef listería greinist í framleiðsluvörum eða vinnsluumhverfi.
Leiðbeiningarnar er hægt að lesa með því að smella hér.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni21 klukkustund síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann