Frétt
Engin krafa um menntun eða fræðslu – Nauðsynlegt að herða reglur og auka fræðslu um matvælaöryggi
Enginn á að starfa í kringum mat án þess að fá fræðslu um matvælaöryggi. Þetta segir framkvæmdastjóri hótel- og matvælaskólans í samtali við fréttatsofu RÚV í gær. Hann segir pott víða brotinn og nauðsynlegt að herða reglur.
Á annan tug barna þarf að vera undir eftirliti lækna alla ævi eftir að hafa veikst af E.coli á leikskólanum Mánagarði. Nokkur voru í lífshættu. Fjallað var um málið í Kveik í gær. Smitið er rakið til rangrar matreiðslu og geymslu á matnum. Matráðurinn hafði hvorki hlotið menntun né fengið fræðslu um öryggi matvæla.
Haraldur Jóhann Sæmundsson er framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans.
„Það er auðvitað á mörgum stöðum pottur brotinn í öllu þessu ferli og við myndum vilja sjá í reglugerðum að það fái enginn að starfa í kringum matvæli nema hann sé búinn með einhvers konar fræðslu, námskeið eða með menntun.“
Viðtalið við Harald í fréttatíma RÚV er hægt að horfa á með því að smella hér.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






