Frétt
Engin krafa um menntun eða fræðslu – Nauðsynlegt að herða reglur og auka fræðslu um matvælaöryggi
Enginn á að starfa í kringum mat án þess að fá fræðslu um matvælaöryggi. Þetta segir framkvæmdastjóri hótel- og matvælaskólans í samtali við fréttatsofu RÚV í gær. Hann segir pott víða brotinn og nauðsynlegt að herða reglur.
Á annan tug barna þarf að vera undir eftirliti lækna alla ævi eftir að hafa veikst af E.coli á leikskólanum Mánagarði. Nokkur voru í lífshættu. Fjallað var um málið í Kveik í gær. Smitið er rakið til rangrar matreiðslu og geymslu á matnum. Matráðurinn hafði hvorki hlotið menntun né fengið fræðslu um öryggi matvæla.
Haraldur Jóhann Sæmundsson er framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans.
„Það er auðvitað á mörgum stöðum pottur brotinn í öllu þessu ferli og við myndum vilja sjá í reglugerðum að það fái enginn að starfa í kringum matvæli nema hann sé búinn með einhvers konar fræðslu, námskeið eða með menntun.“
Viðtalið við Harald í fréttatíma RÚV er hægt að horfa á með því að smella hér.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






