Frétt
Engin krafa um menntun eða fræðslu – Nauðsynlegt að herða reglur og auka fræðslu um matvælaöryggi
Enginn á að starfa í kringum mat án þess að fá fræðslu um matvælaöryggi. Þetta segir framkvæmdastjóri hótel- og matvælaskólans í samtali við fréttatsofu RÚV í gær. Hann segir pott víða brotinn og nauðsynlegt að herða reglur.
Á annan tug barna þarf að vera undir eftirliti lækna alla ævi eftir að hafa veikst af E.coli á leikskólanum Mánagarði. Nokkur voru í lífshættu. Fjallað var um málið í Kveik í gær. Smitið er rakið til rangrar matreiðslu og geymslu á matnum. Matráðurinn hafði hvorki hlotið menntun né fengið fræðslu um öryggi matvæla.
Haraldur Jóhann Sæmundsson er framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans.
„Það er auðvitað á mörgum stöðum pottur brotinn í öllu þessu ferli og við myndum vilja sjá í reglugerðum að það fái enginn að starfa í kringum matvæli nema hann sé búinn með einhvers konar fræðslu, námskeið eða með menntun.“
Viðtalið við Harald í fréttatíma RÚV er hægt að horfa á með því að smella hér.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga