Vertu memm

Frétt

Engin krafa um menntun eða fræðslu – Nauðsynlegt að herða reglur og auka fræðslu um matvælaöryggi

Birting:

þann

Spaghetti bolognese - Hakk og spaghetti

E. coli-smitið var rakið til blandaðs hakks sem notað var í hakk og spaghettí í leikskólanum

Enginn á að starfa í kringum mat án þess að fá fræðslu um matvælaöryggi. Þetta segir framkvæmdastjóri hótel- og matvælaskólans í samtali við fréttatsofu RÚV í gær.  Hann segir pott víða brotinn og nauðsynlegt að herða reglur.

Á annan tug barna þarf að vera undir eftirliti lækna alla ævi eftir að hafa veikst af E.coli á leikskólanum Mánagarði. Nokkur voru í lífshættu. Fjallað var um málið í Kveik í gær. Smitið er rakið til rangrar matreiðslu og geymslu á matnum. Matráðurinn hafði hvorki hlotið menntun né fengið fræðslu um öryggi matvæla.

Haraldur Jóhann Sæmundsson er framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans.

„Það er auðvitað á mörgum stöðum pottur brotinn í öllu þessu ferli og við myndum vilja sjá í reglugerðum að það fái enginn að starfa í kringum matvæli nema hann sé búinn með einhvers konar fræðslu, námskeið eða með menntun.“

Viðtalið við Harald í fréttatíma RÚV er hægt að horfa á með því að smella hér.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið