Frétt
Engin krafa um menntun eða fræðslu – Nauðsynlegt að herða reglur og auka fræðslu um matvælaöryggi
Enginn á að starfa í kringum mat án þess að fá fræðslu um matvælaöryggi. Þetta segir framkvæmdastjóri hótel- og matvælaskólans í samtali við fréttatsofu RÚV í gær. Hann segir pott víða brotinn og nauðsynlegt að herða reglur.
Á annan tug barna þarf að vera undir eftirliti lækna alla ævi eftir að hafa veikst af E.coli á leikskólanum Mánagarði. Nokkur voru í lífshættu. Fjallað var um málið í Kveik í gær. Smitið er rakið til rangrar matreiðslu og geymslu á matnum. Matráðurinn hafði hvorki hlotið menntun né fengið fræðslu um öryggi matvæla.
Haraldur Jóhann Sæmundsson er framkvæmdastjóri Hótel- og matvælaskólans.
„Það er auðvitað á mörgum stöðum pottur brotinn í öllu þessu ferli og við myndum vilja sjá í reglugerðum að það fái enginn að starfa í kringum matvæli nema hann sé búinn með einhvers konar fræðslu, námskeið eða með menntun.“
Viðtalið við Harald í fréttatíma RÚV er hægt að horfa á með því að smella hér.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort