Viðtöl, örfréttir & frumraun
Endurgerði mynd frá sjöunda áratugnum úr Eldhúsbókinni
Á árunum 1958-1986 kom út Eldhúsbókin og eru örugglega ófáar ömmur og mömmur sem hafa verið í áskrift af Eldhúsbókarblöðum. Nanna Rögnvaldardóttir matargúrú hefur endurgert mynd sem birtist í Eldhúsbókinni í 9. tölublaði, 10. september 1968 með yfirskriftinni Pinnamatur.
„Ég lét verða af því að endurgera myndina frá 1968 sem ég setti inn í gær.
Reyndi að fara eins nákvæmlega eftir hinni og ég gat (þó miðað við hvað ég átti til) en þar sem textinn stemmdi ekki við myndina fór ég eftir myndinni og reyndi þá að giska á hvað ætti að vera þar.
Ég klikkaði þó á einu, var alveg viss um að ég ætti ansjósudós en fann hana ekki þrátt fyrir mikla leit í ísskápnum svo að kexkakan í neðstu röð er þá bara egg og kapers.
Svona finnst mér gaman að gera.“
Skrifar Nanna í facebook grúppuna; Matur fortíðarinnar.
Hægt er að skoða 9. tölublað Eldhúsbókarinnar hér á timarit.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann