Viðtöl, örfréttir & frumraun
Endurgerði mynd frá sjöunda áratugnum úr Eldhúsbókinni
- 1968
- 2022
Á árunum 1958-1986 kom út Eldhúsbókin og eru örugglega ófáar ömmur og mömmur sem hafa verið í áskrift af Eldhúsbókarblöðum. Nanna Rögnvaldardóttir matargúrú hefur endurgert mynd sem birtist í Eldhúsbókinni í 9. tölublaði, 10. september 1968 með yfirskriftinni Pinnamatur.
„Ég lét verða af því að endurgera myndina frá 1968 sem ég setti inn í gær.
Reyndi að fara eins nákvæmlega eftir hinni og ég gat (þó miðað við hvað ég átti til) en þar sem textinn stemmdi ekki við myndina fór ég eftir myndinni og reyndi þá að giska á hvað ætti að vera þar.
Ég klikkaði þó á einu, var alveg viss um að ég ætti ansjósudós en fann hana ekki þrátt fyrir mikla leit í ísskápnum svo að kexkakan í neðstu röð er þá bara egg og kapers.
Svona finnst mér gaman að gera.“
Skrifar Nanna í facebook grúppuna; Matur fortíðarinnar.
Hægt er að skoða 9. tölublað Eldhúsbókarinnar hér á timarit.is.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?