Sverrir Halldórsson
Eldhús Wilberg afgreiðir 15 þúsund mata á hverjum degi

Matreiðslumennirnir Christoffer Berg og Jónmundur Guðmundsson laga rétt dagsins í Vestre Svanholmen á Forus, sem er Kjúklingasamloka
Mötuneyti í fyrirtækjum er á fljúgandi siglingu í Noregi um þessar mundir og segja þeir sem til þekkja að það megi rekja til að boðið er upp á meðal annars heimilismat (husmandskost) kjötkökur og tapas. Einnig að gæðin séu jafnvel orðin betri en á hótelunum í hádegismat og til marks um það þá afgreiðir Stavanger fyrirtækið Wilberg 15 þúsund máltíðir á hverjum degi í Stavanger, Osló og Bergen.
Síðastliðna sex mánuði hefur Wilberg opnað eitt mötuneyti í hverjum mánuði og er fjöldi þeirra orðinn um 50 og afgreiðslueldhús á Forus en þar starfa 900 manns hjá Statoil.
Starfsmenn Wilberg er 200 manns og þar af 90 faglærðir matreiðslumenn.
Árið 2008 var velta 71 milljón norskra króna, 2011 var hún komin í 17o miljónir og í ár stefnir í 215 miljóna norskra króna veltu.
22.6.2012
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar