Markaðurinn
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
Innihald:
3 egg, aðskilin
50 g sykur
100 g hvítt súkkulaði
300 g rjómi frá Gott í matinn
150 g muldar piparkökur
Aðferð:
- Aðskilið eggin, setjið rauðurnar í skál ásamt sykri. Setið hvíturnar í aðra.
- Bræðið hvíta súkkulaðið í vatnsbaði. Takið af hitanum um leið og það er bráðið og látið mesta hitann rjúka úr. Hvítt súkkulaði bráðnar við vægan hita svo varist að hafa of heitt undir.
- Þeytið eggin og rauðurnar mjög vel eða þar til mjög létt og ljóst.
- Stífþeytið þá rjómann í einni skál og þeytið hvíturnar í annarri þar til þær eru orðnar alveg stífar og hægt að hvolfa skálinni án þess að þær leki úr.
- Blandið hvíta súkkulaðinu við rauðurnar með sleikju. Blandið þá rjómanum saman við með sleikjunni.
- Blandið því næst þeyttu eggjahvítunum varlega saman við.
- Myljið piparkökurnar, ég setti þær í rennilásapoka og rúllaði yfir með kökukefli. Gott að hafa stærri bita með.
- Blandið piparkökunum saman við að síðustu með sleikjunni. Setjið ísinn í litlar skálar eða eitt stórt form og frystið í að minnsta kosti 12 tíma.
Nánar á www.gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt10 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu









