Markaðurinn
Ekki vinna þig í þrot – Námskeið fyrir starfsfólk í matvæla og veitingagreinum sem vilja læra um einkenni og forvarnir gegn kulnun, örmögnun og veikindum
Þetta námskeið er ætlað starfsfólk í matvæla og veitingagreinum sem vilja læra um einkenni og forvarnir gegn kulnun, örmögnun og veikindum sem tengjast streitu og álagi.
Námskeið fyrir starfsfólk í matvæla og veitingagreinum þar sem hraðinn er mikill og streita algeng. Markmið þess er að huga að forvörnum gegn kulnun, örmögnun og veikindum sem tengjast streitu og álagi ásamt fræðslu um tauga – streitu- og slökunarkerfið.
Kynntar verða leiðir til að vinna á móti streitutengdum einkennum og aðferðir til að efla innri styrk og seiglu en seigla er hæfileiki til að viðhalda heilbrigðu og stöðugu andlegu og líkamlegu ástandi Kynntar verða gagnlegar æfingar og verkefni til að losa um streitu.
Í lok námskeiðs verður boðið upp á góða Jóga Nidra djúpslökun. Einnig fá þátttakendur upplýsingar með hagnýtum ráðleggingum og leiðum til að vinna áfram með streitustjórnun og til að efla vellíðan í lífi og starfi.
Þátttakendur fá enn fremur aðgang að Jóga Nidra rafrænum hugleiðsluaðferðum til að eiga eftir vinnustofuna.
Kennarinn: Hugrún Linda Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi MA með starfsréttindi frá Landlækni. Einnig markþjálfi með diplomagráðu á meistarastigi í jákvæðri sálfræði, diploma í mannauðsstjórnun og núvitundarkennari með áherslu á streitu (MBSR) og hugræna meðferð (MBCT). Hún er líka Jóga nidra og Kundalini jógakennari.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
09.10.2023 | mán. | 09:30 | 15:30 | Ekki skráð |
Hefst 9. okt. kl: 09:30
- Lengd: 6 klukkustundir
- Kennari: Hugrún Linda Guðmundsdóttir
- Staðsetning: Ekki skráð
- Fullt verð: 30.000 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 7.500 kr.-
TengiliðurValdís Axfjörð Snorradóttir,[email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni21 klukkustund síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan