Viðtöl, örfréttir & frumraun
Ekkert kjöt í boði hjá Geranium
Michelin kokkurinn Rasmus Kofoed í Kaupmannahöfn hefur staðfest að hann muni taka kjöt af matseðlinum á veitingastaðnum sínum Geranium, en staðurinn er í öðru sæti á lista heims yfir 50 bestu veitingastaði, frá og með janúar 2022.
Sjá einnig:
„Mér finnst kominn tími á breytingar hjá Geranium. Mér líkar alltaf við áskorun og næsta áskorun er að búa til ótrúlega flotta og nýja rétti fyrir matseðilinn.“
Segir Kofoed í fréttatilkynningu.
Kofoed mun samt sem áður bjóða upp á signature réttina sína sem hann og hans teymi hafa þróað í gegnum árin og gestir geta pantað réttina fyrirfram.
Kofoed heillast af heilbrigðum lífsstíl:
„Þegar þú ferð á alla þessa frábæru veitingastaði, jafnvel Geranium, jafnvel þótt áherslan hafi alltaf verið að skapa gott jafnvægi í máltíðinni, þá er það stundum bara of mikið. Of mikið prótein, of mikil fita osfr.“
Þessi tilkynning kemur í sömu viku og bandaríski matreiðslumaðurinn Daniel Humm frá Eleven Madison Park tilkynnti um brottför sína frá Claridge’s í London, eftir að hótelið hafnaði sýn hans um 100 prósent vegan-væðingu á matseðli.
Sjá einnig:
Daniel Humm hættir á Claridge eftir ágreining um vegan-væðingu
Mynd: geranium.dk / Claes Bech-Poulsen
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný