Frétt
Eitrað og krabbameinsvaldandi efni í frosnum fiski
Matvælastofnun varar við neyslu á frosnum fiski frá Víetnam með vöruheitinu Redtail Tinfoil Barb vegna ólöglegs aðskotaefnis. Fyrirtækið Dai Phat sem flutti inn vöruna hefur innkallað allar framleiðslulotur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Aðskotaefnið malachite green sem er notað sem lyf í fiskiræktun er eitrað og krabbameinsvaldandi og er því ólöglegt.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Innköllunin á við allar framleiðslulotur:
Vöruheiti: Frozen Redtail Tinfoil Barb
Lotunúmer: Allar best fyrir dagsetningar
Strikamerki: 7350072778479
Nettómagn: 850g
Geymsluskilyrði: Frystivara
Framleiðandi: Viet Asia Foods Co.
Framleiðsluland: Víetnam
Innflutningsfyrirtæki: Dai Phat Trading Inc. ehf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Dreifing: Dai Phat Trading Inc. ehf. Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?