Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Eiriksson Brasserie – Friðgeir: „Hér kemur samt flottasti vínkjallari landsins til með að vera“
Það hefur oft verið sagt við mig þegar ég kvarta yfir hinu eða þessu á veitingastöðum „af hverju opnar þú bara ekki þinn þinn eigin stað?“
Eflaust er svarið við þessu sára einfalt, meðfætt hugleysi, blankheit ásamt leti. Sem smá afsökun þá hef ég hef verið með í opnun nokkurra staða og það dugar mér til að vera nokkuð fráhverfur hugmyndinni.
Sem betur fer eru þó margir öðruvísi þenkjandi en ég og til í slaginn, annars væri heimurinn frekar fátæklegur á að horfa og Reykjavík ekki svipur hjá sjón. Kannski ekki ósvipuð og fyrir ekki mörgum árum er veitingastaðir voru fáir og teljandi á fingur beggja handa í Reykjavík. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, sem betur fer.
Á Laugavegi 77, nánar til tekið á horni Laugavegs og Barónsstígs þar sem Landsbankinn var áður til húsa er nú verið að leggja grunninn að glæsilegum veitingastað, ef ekki þeim glæsilegasta í Reykjavík, en það á eftir að koma í ljós.
Hér er það Friðgeir Ingi Eiríksson og hans „lið“ sem kemur til með að ráða ríkjum í framtíðinni, en Friðgeir hefur lengi verið talinn einn af allrabestu matreiðslumönnum landsins, hann réði áður húsum lengi á Holtinu eða Gallery Restaurant.
Undirritaður renndi aðeins við hjá honum um daginn og spjallaði létt við Friðgeir, sem bar sig vel en vildi eiginlega ekki segja of mikið strax.
„Hér kemur samt flottasti vínkjallari landsins til með að vera“
sagði Friðgeir,
„ hann verður í gömlu peningahvelfingunni í kjallaranum“
hélt hann áfram glaður í bragði,
„en við viljum koma aðeins á óvart með góðum mat og gæðum“.
Við skulum samt aðeins byrja með nokkrar myndir en það var í óðaönn verið að taka á móti vélum og tækjum þegar ég leit við og ekki mikill tími til að setjast niður og ræða málið.
En hér er ekki tjaldað til fárra nátta og það verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála. Gert er ráð fyrir opnun núna á vordögum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is