Sverrir Halldórsson
Einn frægasti heilsukokkurinn á leið til Íslands
Við Colleen eigum ýmislegt sameiginlegt og síðan hvor okkar sérkenni,
segir Solla Eiríksdóttir í samtali við mbl.is þegar hún er spurð um hráfæðiskokkinn Colleen Cackowski sem er á leið til Íslands til að kenna Íslendingum að matbúa hráfæðisrétti á Gló.
Við byrjuðum báðar í makróbíótík og fórum síðan yfir í hráfæði. Við stunduðum báðar nám við sama hráfæðiskólann í Kaliforníu og höfum báðar unnið með David Wolfe. Á meðan ég hef verið að reka veitingastaði síðastliðin 20 ár og búa til uppskriftir fyrir staðina mína hefur hún verið freelance.
Hún varð til dæmis eftir á hráfæðisskólanum og var hægri hönd skólastjórans í tvö ár. Hún hefur unnið sem einkakokkur fyrir fullt af fólki, haldið námskeið, skipulagt stórar uppákomur í heilsuheiminum og starfað náið með Davids Wolfe í fjölda ára og hannað með honum uppskriftir og fleira. Hún er mikið menntuð í jurtalækningum og hennar sérsvið er að búa til alls konar drykki og seyði úr jurtum og plöntum samkvæmt gömlum kínverskum og ayurvedískum hefðum,“
segir Solla í samtali við mbl.is, en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.
Mynd: af facebook síðu Colleen’s Kitchen.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila