Sverrir Halldórsson
Einn frægasti heilsukokkurinn á leið til Íslands
Við Colleen eigum ýmislegt sameiginlegt og síðan hvor okkar sérkenni,
segir Solla Eiríksdóttir í samtali við mbl.is þegar hún er spurð um hráfæðiskokkinn Colleen Cackowski sem er á leið til Íslands til að kenna Íslendingum að matbúa hráfæðisrétti á Gló.
Við byrjuðum báðar í makróbíótík og fórum síðan yfir í hráfæði. Við stunduðum báðar nám við sama hráfæðiskólann í Kaliforníu og höfum báðar unnið með David Wolfe. Á meðan ég hef verið að reka veitingastaði síðastliðin 20 ár og búa til uppskriftir fyrir staðina mína hefur hún verið freelance.
Hún varð til dæmis eftir á hráfæðisskólanum og var hægri hönd skólastjórans í tvö ár. Hún hefur unnið sem einkakokkur fyrir fullt af fólki, haldið námskeið, skipulagt stórar uppákomur í heilsuheiminum og starfað náið með Davids Wolfe í fjölda ára og hannað með honum uppskriftir og fleira. Hún er mikið menntuð í jurtalækningum og hennar sérsvið er að búa til alls konar drykki og seyði úr jurtum og plöntum samkvæmt gömlum kínverskum og ayurvedískum hefðum,“
segir Solla í samtali við mbl.is, en nánari umfjöllun er hægt að lesa með því að smella hér.
Mynd: af facebook síðu Colleen’s Kitchen.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði