Viðtöl, örfréttir & frumraun
„Ég var spurður hvort ég væri að hætta“
Baldur Sæmundsson áfangastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK er ekki að hætta eins og hann segir en aftur á móti er hann á leið í námsorlof næsta skólaárið.
„Framhaldið hjá mér næsta árið er að drífa mig í nám og er ég búinn að sækja um í Háskóla Íslands í haust og verð í námi þar næsta vetur.
Ég ætla líka að nota námsorlofið til heimsókna í hótelskóla og fagskóla sem bjóða matvælanám erlendis og stendur til að heimsækja skóla í Edinborg, Hamborg, Kaupmannahöfn svo ég nefni eitthvað í því samhengi.
Ég er mjög spenntur að takast á við ný verkefni því það heldur manni við í starfi.“
Segir Baldur í samtali við veitingageirinn.is
Fjörutíu ár frá sveinsréttindi í framreiðslu
Baldur fagnar því þessa dagana að fjörutíu ár eru síðan hann hlaut sveinsréttindi í framreiðslu.
„Þetta er orðið ævistarfið að vinna í geiranum og alltaf ný verkefni að fást við. Það nýjasta hefur verið innleiðing námsferilsbókar fyrir allar iðngreinar matvæla og vona ég svo sannarlega að fagmenn taki vel á móti því verkefni því hér er loksins komin fram námskrá fyrir iðnnámið. Í framhaldi af því þarf að skoða námskrár matvælagreinanna sem eru frá árunum 2017 og 2018 og tímabært að sjá hvernig megi aðlaga þær betur þó að þær séu mjög góðar í grunninn.
Áskoranirnar eru margar en það sem veldur áhyggjum núna er aðsókn í matvælanámið, en aðsókn dróst mikið saman í Covid fárinu. Tækifærin eru þó fleiri því nóg er af námsplássum á veitingastöðum fyrir þá sem óska þess. Það eru einnig mikil tækifæri í markaðssetningu náms í okkar greinum. Námið okkar er viðurkennt um allan heim og mjög mörg tækifæri sem bjóðast að loknu námi.
Tækifærið sem ég hef núna er að bæta við mig þekkingu og að takast á við spennandi verkefni í náminu. Einnig er tækifæri til að sjá hvað aðrir eru að gera í iðngreinunum erlendis í gegnum skólaneimsóknirnar. Í framhaldi af námsárinu er hægt að koma aftur til baka með nýja þekkingu og reynslu á hinum ýmsu sviðum.“
Segir Baldur að lokum og óskum við honum til hamingju með áfangann sem og góðrar velgengni í komandi háskólanámi.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






