Viðtöl, örfréttir & frumraun
„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
Teya og Götubitinn, eða Reykjavik Streetfood, hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að Teya verður lykilsamstarfsaðili Götubitans og mun þjónusta alla söluaðila á Götubitahátíðinni með greiðslulausnir. Þá mun Teya einnig koma inn sem sérstakur styrktaraðili, meðal annars í formi ferðastyrks til sigurvegara Götubitahátíðarinnar á næsta ári til að taka þátt í European Street Food Awards.
Samstarfið markar því nýjan áfanga í uppbyggingu minni veitingasöluaðila í Íslensku samfélagi og styður við þá vegferð Götubitans til að efla minni veitingasöluaðila og Götubitahátíðina sem hefur verið í miklum vexti, en um 100.000 manns lögðu leið sína á þangað á liðnu ári.
Í tilkynningu frá Teya kemur fram að með tilkomu samstarfsins munu allir söluaðilar Götubitans koma til með að notast við greiðslulausnir Teya á viðburði Götubitahátíðarinnar á komandi ári, sem mun auðvelda samræmi á hátíðinni, hraða afgreiðslu og bæta upplifun gesta í öllum matarvögnum á vegum Götubitans á viðburðinum.
Yfir 100.000 gestir á Götubitahátíðinni
Róbert Aron Magnússon, eigandi Götubitans og Götubitahátíðarinnar, segir samstarfið marka tímamót og viðurkennir að hafa orðið hissa þegar fyrst var haft samband:
„Þegar ég fékk tölvupóst frá Brian hjá Teya af fyrra bragði hélt ég í fyrstu að þetta væri svindl. Það er einfaldlega ekki á hverjum degi sem fyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Teya er á alþjóðlegum vettvangi hefur samband.
Að mínu mati er það skýr staðfesting á því að við höfum verið að gera margt rétt í uppbyggingu Götubithátíðarinnar í gegnum árin,“
segir Róbert.
„Við höfum byggt Götubithátíðina upp frá grunni frá árinu 2019 og séð hana vaxa úr 15.000 gestum í yfir 100.000. Þetta samstarf gerir okkur kleift að styðja íslenska þátttakendur mun betur og í fyrsta sinn skapa raunhæfan aðgang að evrópsku keppninni.
Hingað til hefur kostnaður verið helsta hindrunin, en það breytist núna.“
Götubitahátíðin hefur á örfáum árum orðið stærsti matarviðburður á Íslandi en á síðustu hátíð mættu um 100.000 manns og talið er að fjöldinn muni aukast enn frekar á næsta ári. Markmið hátíðarinnar er að sameina fjölbreytta söluaðila, skapa lifandi götubitamenningu og kynna íslenskan götubita á alþjóðavettvangi.
Fjöldi nýrra aðila hefur bæst í hópinn, en í ár tóku tugir matarvagna þátt. Þá sér Götubitinn einnig um veisluþjónustu og hægt er að panta matarvagna fyrir ýmsa viðburði.
Samstarfið í takt við markmið um að styrkja rekstrarumhverfi fyrirtækja
Teya segir samstarfið við Götubitann í takt við markmið fyrirtækisins að hjálpa til að styrkja rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.
„Mér finnst alveg stórkostlegt hvað Götubitahátíðin hefur náð að byggja upp á örfáum árum. Hún hefur orðið að lykilviðburði í Reykjavík og fyrir íslenskt samfélag, þar sem tugþúsundir manna koma saman á einni helgi.
Fyrir okkur hjá Teya er þetta líka skemmtilegt tækifæri til að sjá marga af okkar viðskiptavinum í sínu rétta umhverfi og njóta hátíðarinnar með fjölskyldu og vinum. Það að styðja við samfélagið er stór hluti af okkar starfsháttum, og svona viðburðir gera okkur kleift að hitta bæði fyrirtækin sem við vinnum með og fólkið sem sækir viðburðinn,“
segir Brian Gross, forstjóri Teya.
„Hlutverk okkar er að gera greiðslur einfaldar og þægilegar, hvort sem um ræðir lítinn matarvagn eða stærra fyrirtæki. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hátíðin vaxi og dafni áfram.
Okkur finnst mikilvægt að fólk geti keypt af sínum uppáhalds söluaðilum, stutt við nærumhverfið og verið stolt af þeirri miklu sköpun og metnaði sem birtist í íslenskri götubitamenningu. Við hlökkum því mikið til áframhaldandi samstarfs og að taka þátt í að þróa og efla hátíðina á komandi árum,“
bætir hann við.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







