Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

EDDA kaupir fjórðungshlut í Domino‘s Pizza á Íslandi

Birting:

þann

Ritað var undir samninginn um kaup EDDU á veitingastað Domino‘s á Nýbýlavegi í Kópavogi síðustu viku en það er síðasti útsölustaður fyrirtækisins sem hefur verið endurinnréttaður í samræmi við nýtt útlit veitingastaða Domino‘s. F.v. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi, Hannes Frímann Hrólfsson forstjóri Virðingar og Baldur Már Helgason sjóðsstjóri framtakssjóða Virðingar.

Ritað var undir samninginn um kaup EDDU á veitingastað Domino‘s á Nýbýlavegi í Kópavogi síðustu viku en það er síðasti útsölustaður fyrirtækisins sem hefur verið endurinnréttaður í samræmi við nýtt útlit veitingastaða Domino‘s.

F.v. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi, Hannes Frímann Hrólfsson forstjóri Virðingar og Baldur Már Helgason sjóðsstjóri framtakssjóða Virðingar.

Framtakssjóðurinn EDDA, sem rekinn er af verðbréfafyrirtækinu Virðingu, hefur keypt fjórðungshlut í Pizza-Pizza ehf., sérleyfishafa Domino‘s Pizza International á Íslandi.

Rekstur Domino‘s á Íslandi hefur gengið mjög vel á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur verið framarlega í nýtingu tækni og náð að fjölga mjög pöntunum í gegnum netið og Domino‘s farsíma-appið. Þá hafa nýjungar á matseðli fyrirtækisins notið mikilla vinsælda og hefur markaðshlutdeild Domino´s hér á landi stóraukist í tíð núverandi stjórnenda. Til marks um þennan góða árangur eru fjölmörg verðlaun sem fyrirtækið hefur hlotið frá Domino’s í Bandaríkjunum fyrir góðan rekstur og sölumet. Einnig hefur fyrirtækið hlotið ýmsar innlendar viðurkenningar fyrir markaðsstarf og var m.a. útnefnt markaðsfyrirtæki ársins fyrir árið 2013, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Domino‘s á Íslandi á meirihluta í sérleyfishafa Domino‘s í Noregi en þar hafa á undanförnum mánuðum verið opnaðir þrír staðir í samstarfi við norska meðeigendur sem notið hafa mikilla vinsælda. Aðkoma EDDU verður m.a. nýtt til að fjármagna frekari vöxt í Noregi auk þess að undirbúa opnun Domino‘s staða í Svíþjóð en félagið er einnig með sérleyfi fyrir Domino‘s í Svíþjóð.

Aðrir eigendur Pizza-Pizza ehf. eru Birgir Þ. Bieltvedt stjórnarformaður félagsins og eiginkona hans Eygló Björk Kjartansdóttir, sem einnig situr í stjórn Pizza-Pizza ehf., Högni Sigurðsson, Birgir Ö. Birgisson framkvæmdastjóri og nokkrir aðrir lykilstjórnendur Domino‘s á Íslandi.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og sérleyfisveitanda Domino´s.

Birgir Þ. Bieltvedt, stjórnarformaður Pizza-Pizza:

Eftir að nýir eigendur komu að Domino‘s á Íslandi árið 2011 hefur orðið mikill viðsnúningur í rekstri félagsins og það er í dag mjög fjárhagslega sterkt. Ætlunin er að nýta góða reynslu af rekstri Domino‘s á Íslandi við uppbyggingu Domino‘s í Noregi og það er mikill kostur að fá um leið fjárhagslega sterkan meðeiganda að félaginu til að styðja stjórnendur í þeirri vegferð.

Margit Robertet, framkvæmdastjóri EDDU:

Við erum ánægð með að koma inn í hluthafahóp Domino‘s á Íslandi og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, bæði á Íslandi og í Noregi. Starfsfólk Domino‘s á Íslandi hefur náð eftirtektarverðum árangri í rekstri félagsins á undanförnum árum, bæði þegar horft er til söluaukningar, þjónustu við viðskiptavini auk þess sem það hefur staðið fyrir mjög framsæknu markaðsstarfi.

Um Pizza-Pizza
Pizza-Pizza er rekstraraðili Domino‘s á Íslandi auk þess að eiga meirihluta í rekstraraðila Domino‘s í Noregi. Pizza-Pizza opnaði fyrsta Domino‘s pizzastaðinn á Íslandi árið 1993 og rekur í dag 19 verslanir á Íslandi. Um 600 starfsmenn starfa hjá Domino‘s hér á landi, ríflega helmingur þeirra í hlutastarfi.

Um Eddu og Virðingu
Edda slhf. er 5 milljarða króna framtakssjóður í rekstri verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. Hluthafar eru rúmlega 30, lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. Fjárfestingarstefna Eddu er að fjárfesta í óskráðum félögum með trausta rekstrarsögu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2013 en fyrir á sjóðurinn 40% hlut í öryggisfyrirtækinu Securitas.
Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins (FME).

 

Mynd: aðsend

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið