Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Dýrasta púrtvínflaska í heimi? | Ástralskt 50 ára Tawny (portvin) á 360 þúsund flaskan

Birting:

þann

Ástralskt 50 ára Tawny (portvin) á 360 þúsund flaskan

Þetta er dýrasta Tawny ( púrtvín ) í Ástralíu frá upphafi, það er vínfyrirtækið Penfolds sem setur það á markað, en vínið er blanda af árgöngum frá 1915, 1940, 1945, 1959, 1960, 1961 og 1971 og allir valdir sérstaklega út frá karakter hvers og eins.

Flaskan er hönnuð af Nick Mount og er handblásið gler með skildi úr tini framan á.

Það eru í allt 330 flöskur til sölu og verður hægt að kaupa þær hjá vínfyrirtækinu sjálfu og völdum flughöfnum víða um veröldina.

Ástæðan fyrir að Penfolds getur ekki markaðsett vínið sem púrtvín er að vín sem framleitt er úr vínþrúgunni í kringum Douro-floden í Portugal er með einkarétt á að nota orðið púrtvín og þess vegna nota Ástralir orðið Tawny í staðinn.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið