Vertu memm

Uppskriftir

Dönsk Möndlukaka

Birting:

þann

Möndlutré

Möndlutré vaxa hvað mest í Íran og nærliggjandi löndum og Mið-Asíu, en víða ræktuð annars staðar.

Þessi kaka var á matseðlinum í Grillinu á Hótel Sögu þegar ég vann þar. Mjög góð kaka og er best volg. Ég setti þessa uppskrift saman úr uppskrift í uppskriftarbæklingi sem fylgdi Braun matvinnsluvél.

Deig:
500 gr hveiti
375 gr smjör
175 gr flórsykur
½ egg

Fylling:
50 gr smjör
250 ml rjómi
50 gr hunang
400 gr ljóst síróp
500 gr möndluflögur eða spænir (splitter)

Aðferð:

Deig:
1-Hnoðið öllu saman og hvílið í kæli í 30 mín.
2-Fletjið út með kefli og setjið í lausbotna form.
3-Bakið fyrst í 10 mínútur við 150 gráður með smjörpappír og baunir sem lok.
4-Bakið síðan í 15 mín án pappírs og bauna við 120 gráður.

Fylling:
1-Blandið öllu saman í pott, nema möndlum og sjóðið í karamellu. Karamellan verður að vera þykk.
2-Setjið möndlurnar í og veltið þeim saman við karamelluna stutta stund yfir hitanum- fyllið botnana.
3-Rétt fyrir framreiðslu skal bregða kökunum undir grill og gefa þeim fallegan gljáa. Framreitt með rjóma. Kakan er dálítið sæt þannig að allt það meðlæti sem inniheldur sykur hentar ekki.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið