Uppskriftir
Dönsk Möndlukaka
Þessi kaka var á matseðlinum í Grillinu á Hótel Sögu þegar ég vann þar. Mjög góð kaka og er best volg. Ég setti þessa uppskrift saman úr uppskrift í uppskriftarbæklingi sem fylgdi Braun matvinnsluvél.
Deig:
500 gr hveiti
375 gr smjör
175 gr flórsykur
½ egg
Fylling:
50 gr smjör
250 ml rjómi
50 gr hunang
400 gr ljóst síróp
500 gr möndluflögur eða spænir (splitter)
Aðferð:
Deig:
1-Hnoðið öllu saman og hvílið í kæli í 30 mín.
2-Fletjið út með kefli og setjið í lausbotna form.
3-Bakið fyrst í 10 mínútur við 150 gráður með smjörpappír og baunir sem lok.
4-Bakið síðan í 15 mín án pappírs og bauna við 120 gráður.
Fylling:
1-Blandið öllu saman í pott, nema möndlum og sjóðið í karamellu. Karamellan verður að vera þykk.
2-Setjið möndlurnar í og veltið þeim saman við karamelluna stutta stund yfir hitanum- fyllið botnana.
3-Rétt fyrir framreiðslu skal bregða kökunum undir grill og gefa þeim fallegan gljáa. Framreitt með rjóma. Kakan er dálítið sæt þannig að allt það meðlæti sem inniheldur sykur hentar ekki.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






