Markaðurinn
Dómara og keppnisnámskeið fyrir framreiðslumenn
Í lok janúar kemur Heine Egelund framleiðslumeistari til landsins á vegum Iðunnar fræðsluseturs. Heine mun halda dómara- og keppnisnámskeið fyrir félagsfólk. Námskeiðið stendur yfir í tvo daga.
Hann rekur sinn eigin vín og þjónaskóla í Danmörku þar sem hann menntar og fræðir danska framreiðslumenn. Dómaraskóli Heine er er sá eini sem kennir svona námskeið í heiminum.
Heine hefur verið yfirþjónn og veitingastjóri á nokkrum af bestu veitingastöðum Danmerkur auk þess að hafa unnið fjölda þjónakeppna, þar á meðal „Nordic waiter of the year“ bæði 2015 og 2016, hann hefur einnig þjálfað danska keppendur fyrir hinar ýmsu keppnir. Heine ásamt fleirum hefur barist fyrir að fá að keppa með framreiðslulandsliði á heims og ólumpíuleikum fyrir matreiðslu og er nú þegar tilbúinn með keppnisfyrirkomulagið og regluverkið þegar grænt ljós verður gefið að fá að taka þátt.
Netfang skólans er sommelierkurser.dk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10