Vertu memm

Uppskriftir

Djúsí Kimchi beikonborgari með spæsí sósu

Birting:

þann

Djúsí Kimchi beikonborgarar með spæsí sósu

Þetta er án efa besti borgari sem ég hef gert frá upphafi!

Kimchi og beikon eru bestu vinir og eru algjör bragðbomba á þessum hamborgara svo hann er spæsi, saltur og smá fönkí. Ameríski hamborgaraosturinn passar líka fullkomlega við þessi brögð og spæsí sósan er svo æði bæði á hamborgara eða bara til þess að dýfa frönskum í.

Auglýsing

Airpark

Það er algjört lykilatriði að smyrja og rista brauðin á heitri pönnu. Það gefur þeim bæði betra bragð og svo verða þau dúnmjúk fyrir vikið.

Get ekki mælt meira með þessum.

Fyrir 2:

120 g hamborgarar, 2 stk

Kartöflubrauð (Gæðabakstur), 2 stk

Beikon, 6 sneiðar

Súr gúrka, 1 stk

Íssalat, 30 g

Auglýsingapláss

Amerískur hamborgaraostur, 2 sneiðar

Kimchi, 80 g (Jongga, fæst í fiska)

Japanskt majónes, 80 ml

Srirachasósa, 5 g

Taco krydd (Santa Maria), 1,5 g

Aðferð

  1. Raðið beikoninu á ofnplötu með bökunarpappír og bakið við 200°C á blæstri í 10-13 mín eða þar til beikonið er fulleldað. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.
  2. Sneiðið súru gúrkuna og saxið íssalatið. Grófsaxið Kimchi.
  3. Hrærið saman japönsku majónesi, srirachasósu og taco kryddi.
  4. Smyrjið brauðin með smjöri og ristið á heitri pönnu þar til gyllt og falleg.
  5. Fletjið kjötið út svo það sé um 1 cm stærra að ummáli en hamborgarabrauðin (kjötið mun skreppa saman við steikingu og það er ekkert sorglegra en þegar buffið endar minna en hamborgarabrauðið).
  6. Saltið kjötið og steikið eða grillið við meðalháan hita í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið ostinn á kjötið þegar því er snúið.
  7. Smyrjið brauðin með sósu og raðið svo salati, kjöti, beikoni, súrum gúrkum og kimchi í brauðin.
  8. Berið fram með uppáhalds frönskunum ykkar (það er líka mjög gott að gera tvöfalda uppskrift að sósunni og nota til að dýfa frönskum í).

Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið