Uppskriftir
Djúsí Kimchi beikonborgari með spæsí sósu
Þetta er án efa besti borgari sem ég hef gert frá upphafi!
Kimchi og beikon eru bestu vinir og eru algjör bragðbomba á þessum hamborgara svo hann er spæsi, saltur og smá fönkí. Ameríski hamborgaraosturinn passar líka fullkomlega við þessi brögð og spæsí sósan er svo æði bæði á hamborgara eða bara til þess að dýfa frönskum í.
Auglýsing
Það er algjört lykilatriði að smyrja og rista brauðin á heitri pönnu. Það gefur þeim bæði betra bragð og svo verða þau dúnmjúk fyrir vikið.
Get ekki mælt meira með þessum.
Fyrir 2:
120 g hamborgarar, 2 stk
Kartöflubrauð (Gæðabakstur), 2 stk
Beikon, 6 sneiðar
Súr gúrka, 1 stk
Íssalat, 30 g
Amerískur hamborgaraostur, 2 sneiðar
Kimchi, 80 g (Jongga, fæst í fiska)
Japanskt majónes, 80 ml
Srirachasósa, 5 g
Taco krydd (Santa Maria), 1,5 g
Aðferð
- Raðið beikoninu á ofnplötu með bökunarpappír og bakið við 200°C á blæstri í 10-13 mín eða þar til beikonið er fulleldað. Fylgist vel með svo beikonið brenni ekki við.
- Sneiðið súru gúrkuna og saxið íssalatið. Grófsaxið Kimchi.
- Hrærið saman japönsku majónesi, srirachasósu og taco kryddi.
- Smyrjið brauðin með smjöri og ristið á heitri pönnu þar til gyllt og falleg.
- Fletjið kjötið út svo það sé um 1 cm stærra að ummáli en hamborgarabrauðin (kjötið mun skreppa saman við steikingu og það er ekkert sorglegra en þegar buffið endar minna en hamborgarabrauðið).
- Saltið kjötið og steikið eða grillið við meðalháan hita í 2,5 mín á hvorri hlið. Setjið ostinn á kjötið þegar því er snúið.
- Smyrjið brauðin með sósu og raðið svo salati, kjöti, beikoni, súrum gúrkum og kimchi í brauðin.
- Berið fram með uppáhalds frönskunum ykkar (það er líka mjög gott að gera tvöfalda uppskrift að sósunni og nota til að dýfa frönskum í).
Mynd og höfundur: Snorri Guðmundsson | Matur & Myndir

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni1 dagur síðan
Bartenders’ Choice Awards 2025: Ísland með glæsilega fulltrúa á verðlaunalistanum
-
Frétt2 dagar síðan
Ofnæmisviðvörun: Kjúklingur inniheldur soja án merkinga