Markaðurinn
Dineout Iceland kynnir hugbúnaðarlausnir fyrir veitingastaði
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Dineout Iceland býður upp á framúrskarandi hugbúnaðarlausnir fyrir veitingastaði, hótel og önnur fyrirtæki.
Dineout Iceland hjálpar þér á einfaldan hátt að auka sýnileika rekstursins með sér hönnuðum íslenskum hugbúnaðarlausnum. Meðal annars:
Borðabókunarkerfi
Stærsta og útbreiddasta borðabókunarkerfi landsins. Er þróað í nánu samstarfi við veitingahús með þarfir og óskir notenda að leiðarljósi. Heldur utan um allar tegundir borðabókana hvort sem þær koma í gegnum net, síma eða gestir sem ganga inn af götunni (án þess að bóka). Veitingastaður fær slóð til að nota á sinni heimasíðu og getur þá tekið á móti borðabókunum í gegnum hana.
Veitingastaður birtist inni á Dineout.is og í Dineout Iceland appinu ásamt öllum öðrum tengingum Dineout við þriðju aðila (tix.is, ja.is o.s.frv.). Tengingar við þriðju aðila eru til þess fallnar að auka bókanir inn á veitingastaðina.
Kassakerfi (POS)
Kassakerfi Dineout (Dineout POS) er mjög vinsælt og gerir Dineout að alhliða lausn fyrir veitingastaði. Hægt er að nota kerfið stakt eða með tengingu við aðrar lausnir Dineout eins og t.d. borðabókunar- og matarpöntunarkerfið.
Starfsfólk Dineout hjálpar til við innleiðingu þess og geta fyrirtæki fengið að kaupa búnaðinn til eigu en það hefur ekki áður tíðkast hérlendis. Sölukerfið er öflugt og einfalt í notkun.
Matarpöntunarkerfi (take-away/heimsending)
Matarpöntunarkerfi Dineout (Dineout Partner) styður við sótt/sent pantanir. Gerir viðskiptavinum veitingastaða kleift að panta og greiða fyrir mat í gegnum netið. Eftir að gengið hefur verið frá pöntun berst hún beint til eldhúss þar sem hún er afgreidd.
Dineout býður veitingastöðum ýmist að notast við eigin tæki, t.d. spjaldtölvur, til að fá tilkynningu um nýja pöntun eða fá bommu prentara sem prenta út miða með pöntun fyrir eldhúsið. Lausnin styður einnig við heimsendingar fyrir þá veitingastaði sem bjóða upp á það.
Í því tilfelli fær sendillinn sérstakt heimsendingar viðmót sem hann notast við í símanum sínum.
Sala viðburða
Dineout býður upp á bókun og/eða sölu viðburða í gegnum viðmót sitt. Sem dæmi um slíka viðburði eru matreiðslunámskeið, vínsmökkun, tónleikar inni á veitingastöðum, jólahlaðborð, hátíðir (Food & fun o.fl.) og tilefnisdagar eins og Valentínusardagur, Bóndadagur og Konudagur.
Þegar bókað er á viðburði er fólki úthlutað viðeigandi sæti svo auðvelt er að halda utan um borðabókanir samhliða. Veitingastaður fær sér slóð með sínum viðburði og getur auglýst sérstaklega eða sent á afmarkaða hópa.
Það tekur innan við mínútu að setja slíkann viðburð upp og er innifalið í lausnum Dineout.
Sjálfvirkar greiðslur (QR kóðar)
Sjálfvirkar greiðslur með QR kóðum er ört vaxandi þjónusta og mikil eftirspurn fyrirtækja og almennings eftir slíku. Dineout útvegar QR kóða fyrir fyrirtæki og setur upp matseðla og/eða sölusíðu á bak við kóðana.
Veitingastaðir taka upp lausnina í ríkari mæli og þar virkar þjónustan þannig að viðskiptavinur skannar QR kóðann og upp kemur matseðill. Viðskiptavinur pantar í gegnum sölusíðuna og samstundis fer pöntunin inn í eldhús veitingastaðar.
Tilvalið til að auka sölu, minnka kostnað og bæta þjónustustig með meiri sjálfbærni.
Vefsíður fyrir fyrirtæki
Skipulagning og útfærsla á sérsniðnum heimasíðum er oftast nær tímafrekt og flókið ferli. Dineout Sites býður veitingastöðum sem eru notendur Dineout upp á uppsetningu heimasíðna. Við uppsetningu er keyrð upp ný heimasíða í skýi sem sjálfvirkt talar við kerfi Dineout. Allar nauðsynlegar upplýsingar eru sóttar þangað, s.s. opnunartími, staðsetning og saga veitingastaðar og fleira.
Veitingastaðir geta valið úr mismunandi sniðmátum (e. templates) sem teymi Dineout hannar og útvegar. Útkoman er heimasíða sem inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar tiltekins veitingastaðar, ásamt virkni til að ganga frá borðabókun og/eða matarpöntun.
Mikil eftirspurn er eftir þessari lausn meðal eigenda veitingastaða þar sem þeir eiga í erfiðleikum með að halda heimasíðum sínum uppfærðum hverju sinni. Þeir veitingastaðir sem notast við Dineout Sites geta stillt allar upplýsingar sem koma fram á heimasíðu sinni í gegnum Dineout kerfið, þ.e. opnunartíma, myndir, bókunarreglur o.fl.
Náðu til fleiri viðskiptavina með okkur! Hafið endilega samband fyrir frekari upplýsingar í gegnum tölvupóst [email protected] og einnig má finna nánari upplýsingar á www.dineout.restaurant
Kær kveðja, starfsfólk Dineout Iceland ehf.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar1 dagur síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt1 dagur síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var