Markaðurinn
Danól hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu: www.danol.is
Danól er ein fremsta heildsala landsins með mat- og sérvörur fyrir stórmarkaði og verslanir. Allt frá upphafi hefur verið lögð mikil rækt við að tryggja að þau vörumerki sem hafa verið tekin inn til sölu, séu þau fremstu á sínu sviði.
Mikil áhersla er lögð á að framleiðendur uppfylli allar reglur varðandi framleiðsluferli og matvælaöryggi.
Danól er skipt upp í þrjár einingar sem hver um sig sér um sitt afmarkaða svið. Sviðin eru matvara, stóreldhús- og kaffikerfi, og snyrti- og sérvara. Í hverri einingu fyrir sig starfar fagfólk og viðskiptavinir geta treyst á bæði reynslu og fagmennsku starfsfólks, yfirgripsmikla þekkingu á vörunum okkar sem og afburða þjónustu.
Danól hefur verið starfandi frá árinu 1938, að undanskildu tímabilinu 2006-2015 sameinuð Ölgerðinni.
Danól hefur opnað nýja og betri heimasíðu. Með þessum breytingum vonumst við fyrst og fremst til þess að upplifun viðskiptavina okkar verði enn betri.
Verið velkomin á www.danol.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






