Starfsmannavelta
Dalakaffi hættir starfsemi
Eigendur Dalakaffis í Unadal í Skagafirði hafa tilkynnt að kaffihúsið loki frá og með deginum í dag. Lokunin kemur fyrr en áætlað var en eigendurnir segjast vilja gefa sér tíma til að sinna öðrum verkefnum í Dalasetrinu sem kaffihúsið tilheyrir.
„Okkur þykir leitt að taka þessa ákvörðun en þar sem við eigum draum að byggja staðinn áfram upp og gera hann fallegan þá ætlum við að gefa okkur smá tíma að sinna öðrum verkefnum í Dalsetrinu það sem eftir lifir af sumri,“
segja þau í tilkynningu og bæta við að án gesta sumarsins hefði ekki verið hægt að halda kaffihúsinu gangandi.
Kaffihúsið lýkur nú rekstri, en eigendurnir leggja áherslu á að enn sé hægt að bóka hópa til loka september.
Huggulegt kaffihús í Unadal
Dalakaffi opnaði 3. júní 2023 eftir tæplega tveggja ára framkvæmdir. Þar hefur verið boðið upp á heimagert gamaldags bakkelsi, bragðgóðar súpur og kaffi. Kaffihúsið tekur allt að 35 gesti innandyra og er með útipall þar sem hægt er að njóta íslenskrar náttúru í kyrrð og ró, með fjallasýn, fuglasöng og árnið.
Kaffihúsið hefur verið opið yfir sumartímann, frá júní til ágúst, auk þess að taka á móti hópum eftir samkomulagi.
Dalasetur – heilsu og hvíld í fögru umhverfi
Dalakaffi er hluti af Dalasetri sem stendur innst í Unadal, skammt frá Hofsósi. Á svæðinu eru þrjú gestahús á landareigninni Helgustöðum, sem eigendurnir hafa ræktað og byggt upp frá aldamótunum. Dalasetur var opnað sumarið 2022 eftir þrjú ár í framkvæmdum og er markmið eigendanna að þróa það áfram sem heilsusetur.
Áætlanir gera ráð fyrir pottasvæði, jóga og heilsunudd fyrir gesti í framtíðinni. Nú þegar er boðið upp á gistingu í björtu bjálkahúsi, gönguleiðir, frisbígólf, saunu og heita náttúrulaug við árbakkann.
Myndir: facebook / Dalakaffi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn











