Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Currywurst pylsan 60 ára gömul

Birting:

þann

 

Currywurst

Þetta var svar Þjóðverja við hinu fræga rétti Breta ”Fish & Chips“ sem tröllreið allstaðar eftir stríðslok, það var árið 1949 sem þessi réttur varð til og ekki voru Bretar alsaklausir í því máli frekar en öðrum.

1949 er enn breskt hernámslið í Berlín vel að merkja í vesturhlutanum og þeir höfðu tómatsósu sem hefur mikil áhrif á réttinn, en hann er steikt svinapylsa skorin í bita lögð á pappaspjald, viðskiptavinurinn velur hvort hann vill hafa himnuna á eða ekki síðan er sósu hellt yfir en hún samanstendur af tómatsósu, Worchester sósu og karry, öllu hrært saman og í lokin er karrydufti sáldrað yfir.

Rétturinn náði feiknavinsældum í Þýskalandi og er talið að þeir hafi sporðrennt 800 milljónum stykkja á hverju ári.

Og nú í tilefni af afmælinu hafa Berlínarbúar opnað safn tileinkað réttinum margfræga sem er staðsett á bakvið Check point Charlie frægasta landamærahlið milli austurs og vesturs úr kalda stríðinu, þeir settu 5 milljónir Evra í standsetningu á safninu og er búist við um 350000 gestum árlega til að fræðast um Currywurst.

En tímarnir breytast og allt annað fylgir og þar á meðal maturinn og haft fyrir satt að vinsælasti skyndibitinn í Þýskalandi í dag sé Doner Kebab með rætur til Tyrklands og kemur sennilega engum það á óvart.

En nú styttist í Október og þá er Októberfest, hvernig væri nú Siggi Sig og gengið hjá Kjarnafæði að gera svona pylsur og presentera nú haust?

Ps. Ein mynd með og ég spyr: getið þið lagað svona stóra pylsu?

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Lesa meira
Auglýsingapláss

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Létu gott af sér leiða og færðu starfsfólki Landspítalans mat – Myndir

Birting:

þann

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Veitingastaðurinn Kore afhentu starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir í morgun.

„Það er okkur sannur heiður að fá að létta aðeins undir hjá starfsfólki Landspítalans á þessum erfiðu tímum. Við vonum að maturinn hafi komið sér vel, þið eruð best! Verum jákvæð!“

Segir í tilkynningu frá Kore.

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Starfsmenn Kore

„Okkur á KORE langar að láta gott af okkur leiða og skapa í leiðinni jákvætt umtal um veitingageirann. Þetta hefur vissulega verið erfiður tími hjá veitingaaðilum en við megum ekki týna okkur í neikvæðri umræðu. Við fengum alla okkar helstu birgja til að taka þátt í verkefninu með okkur og ætlum að gefa starfsfólki Landspítalans á bilinu 150-200 skammta í dag,“

sagði Atli Snær eigandi Kore í samtali við mbl.is.

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Kore afhenti starfsmönnum Landspítalans 130 vefju máltíðir

Um Atla Snæ og Kore

Atli Snær er matreiðslumaður að mennt, en hann útskrifast frá Dill árið 2018 og var fyrsti matreiðsluneminn sem útskrifaðist frá Dill. Á meðan samningstímanum á Dill, þá starfaði Atli einnig sem stagé á Faviken í Svíþjóð og á Agern hjá Gunnari í New York.

Atli hefur starfað meðal annars á Kex Hostel, Bláa lóninu, Einsa Kalda, á Michelin staðnum Dill og starfaði með Kokkalandliðinu sem aðstoðarmaður.

Eftirfarandi er skemmtileg lýsing á staðnum Kore sem finna má á heimasíðu staðarins:

Litla Kórea Íslands segir 안녕하세요 og HALLÓ HALLÓ! Snargrjónaða gleðin, kryddsterku laglínurnar og brösuðu nótnastigarnir hafa eignast rjúkandi heimili í Reykjavík. Götueldhús með bæði Gangnamstæla og Reykjavíkurnotó.

Hér sameinast ekki bara Kóreuskaginn, líka Kórea og Skaginn, skyndibitar og stífdrykkja, kóreskt Taco frá Borg englanna, djúpsteiktur kjúlli Nýju Jórvíkur og Soju vín frá móðurlandinu. Við spörum síðan ekki neitt í Kimchinu okkar

Fleiri Kore fréttir hér.

Myndir: facebook / KORE

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hverjir eiga þetta lag? – Könnun

Birting:

þann

Merkja - Könnun

Í meðfylgjandi texta er vín sem þema í laginu og við spyrjum: Hverjir eiga þetta lag?

Deildu með öðrum niðurstöðunni:

Share your score!
Tweet your score!

#1. Hverjir eiga þetta lag?

Ljúka

Lesa meira

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Skemmtileg útfærsla á þorraveislu heim til þín

Birting:

þann

Skemmtileg útfærsla á þorraveislu heim til þín

Höfnin veitingahús býður þorraveislu fyrir tvo til þrjá. Glæsilega framreiddur þorramatur í vistvænum umbúðum.

Stútfull þorraveisla:

Hangikjöt
Hrútspungar
Sviðasulta
Blóðmör
Lifrarpylsa
Lundabaggar
Harðfiskur
Hákarl
Síldarréttir
Baunasalat
Rúgbrauð
Flatkökur
Smjör

Til örbylgjuhitunar í ca 2 mín:
Saltkjöt og baunir
Rófustappa
Kartöflur
Uppstúf

Verðið er 9950/- fyrir 2-3 og innihaldið um það bil 1500 gr

Nánar á www.hofnin.is

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið