Pistlar
Cognac
Oft hef ég hef ég velt fyrir mér hvernig koníak er búið til, þannig að ég ákvað að slá til og skella mér á koníaks kynningu sem Eðalvín stóðu fyrir á Hótel Centrum. Þar kom margt skemmtileg og fróðlegt fram um kröfur og vinnsluferlið er á því þannig að hægt sé að kalla það koníak og ætla ég að reyna segja frá því helsta sem fór fram á þessari kynningu.
Héraðið Cognac er skipt í 6 hluta og er ekkert þeirra líkt hvað skiptir jarðveg og þar að leiðandi bragði og lykt af berjunum sem er notað í koníakið.
Árið hjá koníaks framleiðindum byrjar 1 apríl hvert ár. Koníak er unnið úr hvítvíni, og aðeins líða örfáar mínútur frá því að berin eru tínd þar til þau eru kominn í fyrsta stig vinnslunar sem er að merja þau og ná safanum úr þeim, svo er vökvinn látinn liggja í nokkra mánuði þar til hann er eimarður í fyrsta skipti, þá nær hann um 28% alcohól. Því næst er hann eimaður aftur og þá fer það upp í 70% alcohól.
Þá er það sett á tunnur og látið liggja í að minnsta kosti 2 og hálft ár. Tunnurnar sem eru notaðar eru úr eik sem heita troncais eða limusin, ef annað er notað má ekki kalla það koníac. Þessi viður má einungis koma frá vissum héruðum í Frakklandi. Vínið missir um 1 1,25% af alcohóli við það að vera á tunnum á hverju ári. Þar af leiðandi getur það ekki verið geymt á tunnum lengur enn í 55 60 ár því þá er það komið undir 40 % , en stundum er það geymt lengur til að nota í blöndur af góðu koníaki.
En þegar vínið er notað ungt þá verður að ná alcohól magninu niður og er það gert þannig að viss miklu vatni er bætt út í hverja eikartunnu þannig að það minnki alcohól magnið um 5 % í einu og svo látið standa í 2 3 mánuði þar til það er gert aftur til að vatnið og vínið nái að blandast fullkomlega á milli. Þannig er þetta blandað þar til að 40 % hefur verið náð. Fyrstu 12 -18 mánuðinna er vínið geymt á nýjum tunnum og þar tekur það mikinn lit og eikar bragð, eftir það er það sett á gamlar tunnur og er á því alveg þar til það er tappað á flöskur.
Margir velta fyrir sér hvað merkingar á flöskunum þýða allt frá V.S og upp í X.O
En þær þýða
V.S = very special 2 ½ ára að minnstakosti
V.S.O.P = very superior old pale 4 ½ ára að minnsta kosti
Napoleon = 6 ½ ára að minnsta kosti
X.O og EXTRA = 10 ára að minnsta kosti
Sá aldur sem er miðað við er yngsti aldur sem er á vínunu, í flestum flöskum er blanda af mörgum árgöngum allt upp í 100 ára í þeim dýrustu.
Munurinn á Brandy og koníaki er þá nokkur Brandy er vín sem er brennt og er geymt á tunnu í minnst 6 mánuði og er að minnsta kosti 36 % alcohól.
Koníak aftur á móti er byggt á vínberjum, ræktað á vissum svæðum, má ekki bæta neinum sykri í á meðan ferlið er í gangi, þarf að vera á tunnum í minnst 2 ½ ár. Það kostar 5 sinnum meira að framleiða koníak enn whisky.
Mikill munur er á koníaks glösum, í vasaglösum kemur lyktin strax fram og gufar strax upp og oft verður það flatt mjög fljótt. En á hinn bóginn helst lyktin og bragðið mun lengur í svo nefndum túlips glösum og verður því síður flatt. Þess vegna er mælt með þeirri tegund fremur. Einnig að drekka vínið stofuhita enn ekki vera að hita það yfir kertaljósi eða öðru því það gerir ekkert betra fyrir vínið. Einnig þarf enginn að skammast sín fyrir að blanda ungt koníak því margir drykkir eru byggðir á því, eins og blanda því í tonic eða bara í klaka.
Á ári hverju eru framleiddar um 113 milljónir flöskur á ári af koníaki markaðurinn skiptist þannig að Evrópa er með 42,2 % Ameríka 38,7 % og Asía með 19,1 %. Nærri allt vín sem er selt til Asíu er V.S.O.P eða dýrar.
Ég vona að þið hafið haft einhvern fróðleik af þessum pistli mínum og mæli ég eindregið með vínnámskeiðum frá Eðalvínum, en hægt er að fræðast um þau á heimasíðu þeirra.
© Hinrik Carl Ellertsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024