Viðtöl, örfréttir & frumraun
Byrjuðu með fjórar hendur tómar
Á vef Siglfirðinga siglfirdingur.is er birt skemmtilegt viðtal við þau hjónin Elínu Þór Björnsdóttur og Jakob Örn Kárason eigendur Aðalbakarís á Siglufirði.
Að jafnaði koma þangað um 2.000 manns í viku hverri og þar af eru á.a.g. 20% útlendingar, að stærstum hluta ferðamenn.
Bakaríið stækkar og verður kaffihús
Í fyrra hætti Aðalbúðin rekstri í næsta húsi við, sem er samliggjandi við bakaríið, og eftir nokkra umhugsun ákváðu þau að slá til og stækka við sig, enda breyttar aðstæður frá því sem áður hafði verið, bærinn hafði tekið stakkaskiptum eftir opnun Héðinsfjarðarganga, og þörfin var nú fyrir hendi.
Jakob segir í samtali við fréttaritara Siglfirðings að uppbygging athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar eiganda Kaffi Rauðku, Hannes boy og nýja hótelsins á Siglufirði Hótel Sigló, hafi verið mikil hvatning fyrir bæjarbúa, þ.e. að gera hlutina ekki síður vel.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefnum siglfirdingur.is með því að smella hér.
Mynd: Sigurður Ægisson / siglfirdingur.is
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






