Markaðurinn
Burrata fæst nú í litlum 50 g kúlum
Burrata hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu misseri og með aukinni framleiðslugetu hefur hann enn fremur slegið í gegn á neytendamarkaði þar sem hann fæst í flestum af stærri verslunum landsins.
Með aukinni eftirspurn höfum við nú svarað kalli þeirra fjölmörgu viðskiptavina sem hafa óskað eftir minni kúlum og bjóðum við nú upp á fötu með 11 stykkjum af 50 g kúlum.
Litlu kúlurnar henta frábærlega í forrétti og smárétti og á uppskriftasíðu MS er að finna nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem við mælum með að skoða.
Uppskrift – Focaccia samlokur með burrata
Heimagerðar focaccia samlokur með burrata osti & öllu uppáhalds álegginu mínu
Focaccia samlokur í allskonar útgáfum hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum síðastliðin misseri. Það skal engan undra því þvílíkt lostæti sem slíkar samlokur eru. Persónulega finnst mér best að gera sem mest frá grunni í eldamennskunni og því lá auðvitað beinast við að gera brauðið alveg frá grunni. Það er mjög auðvelt að baka focaccia brauð og lítil vinna sem liggur þar að baki, eina sem þarf er í raun tími og því er ágætt að hafa smá fyrirvara á bakstrinum. Eftirleikurinn er síðan minna en ekkert mál!
Það er hægt að nota í raun hvaða álegg sem er á milli en ég vel yfirleitt það sama. Þá smyr ég brauðið með grænu pestói, raða svo í einhverri röð hráskinku, tómötum, klettasalati og toppurinn er svo auðvitað burrata osturinn sem verður alltaf að vera með!
Innihald
1 skammtur
Focaccia brauð með rósmarín & Feyki
| 540 g | vatn, hitað í 37°C |
| 40 g | hunang |
| 2 1⁄2 tsk. | þurrger |
| 715 g | hveiti |
| 2 tsk. | himalaya salt |
| • | kaldpressuð ólífuolía |
| 40 g | Feykir ostur, rifinn |
| • | ferskt rósmarín |
| • | sjávarsalt |
Tillögur að áleggi
| • | grænt pestó |
| • | mozzarellakúlur |
| • | íslenskur burrata ostur |
| • | tómatsneiðar |
| • | hráskinka |
| • | þurrkað salami með trufflum |
| • | klettasalat |
| • | ólífuolía |
| • | sjávarsalt |
| • | Feykir ostur, rifinn |
| • | fersk basilíka |
Fyrir frekari upplýsingar og verð bendum við á söludeild MS í síma 450-1111.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar19 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






