Keppni
Búist við 45 þúsund gestum á sýninguna í Lúxemborg
Það var mikið fjölmenni í sýningarhöllinni í Lúxemborg þar sem Heimsmeistarkeppnin í matreiðslu fer fram. Búist er við að 45 þúsund manns muni leggja leið sína í höllina til að fylgjast með matreiðslukeppnunum og skoða sýningu sem er samhliða.
Á sýningunni eru um 8.000 sýnendur frá um 50 löndum og er þar að finna allt sem viðkemur mat og matargerð. Hráefni af ýmsum toga, pottar og pönnur, hnífar, borðbúnaður, vín og aðrar drykkjarvörur.
Á keppnisstaðnum eru 6 eldhús þar sem landsliðin keppa og 3 eldhús þar sem ungkokkar keppa. Sýningargestir geta horft inn í eldhúsin og séð fagfólkið matreiða þriggja rétta máltíð fyrir 110 manns en á keppnisstaðnum er búið að setja upp veitingastað fyrir 900 manns.
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson.
/Margrét Sigurðardóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit