Keppni
Búist við 45 þúsund gestum á sýninguna í Lúxemborg
Það var mikið fjölmenni í sýningarhöllinni í Lúxemborg þar sem Heimsmeistarkeppnin í matreiðslu fer fram. Búist er við að 45 þúsund manns muni leggja leið sína í höllina til að fylgjast með matreiðslukeppnunum og skoða sýningu sem er samhliða.
Á sýningunni eru um 8.000 sýnendur frá um 50 löndum og er þar að finna allt sem viðkemur mat og matargerð. Hráefni af ýmsum toga, pottar og pönnur, hnífar, borðbúnaður, vín og aðrar drykkjarvörur.
Á keppnisstaðnum eru 6 eldhús þar sem landsliðin keppa og 3 eldhús þar sem ungkokkar keppa. Sýningargestir geta horft inn í eldhúsin og séð fagfólkið matreiða þriggja rétta máltíð fyrir 110 manns en á keppnisstaðnum er búið að setja upp veitingastað fyrir 900 manns.
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson.
/Margrét Sigurðardóttir
![]()
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park















