Vertu memm

Keppni

Búist við 45 þúsund gestum á sýninguna í Lúxemborg

Birting:

þann

Sýningarhöllin í Lúxemborg þar sem Heimsmeistarkeppnin í matreiðslu fer fram 2014

Það var mikið fjölmenni í sýningarhöllinni í Lúxemborg þar sem Heimsmeistarkeppnin í matreiðslu fer fram. Búist er við að 45 þúsund manns muni leggja leið sína í höllina til að fylgjast með matreiðslukeppnunum og skoða sýningu sem er samhliða.

Á sýningunni eru um 8.000 sýnendur frá um 50 löndum og er þar að finna allt sem viðkemur mat og matargerð. Hráefni af ýmsum toga, pottar og pönnur, hnífar, borðbúnaður, vín og aðrar drykkjarvörur.

 

Á keppnisstaðnum eru 6 eldhús þar sem landsliðin keppa og 3 eldhús þar sem ungkokkar keppa. Sýningargestir geta horft inn í eldhúsin og séð fagfólkið matreiða þriggja rétta máltíð fyrir 110 manns en á keppnisstaðnum er búið að setja upp veitingastað fyrir 900 manns.

 

Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson.

/Margrét Sigurðardóttir

twitter og instagram icon

 

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið