Keppni
Búist við 45 þúsund gestum á sýninguna í Lúxemborg
Það var mikið fjölmenni í sýningarhöllinni í Lúxemborg þar sem Heimsmeistarkeppnin í matreiðslu fer fram. Búist er við að 45 þúsund manns muni leggja leið sína í höllina til að fylgjast með matreiðslukeppnunum og skoða sýningu sem er samhliða.
Á sýningunni eru um 8.000 sýnendur frá um 50 löndum og er þar að finna allt sem viðkemur mat og matargerð. Hráefni af ýmsum toga, pottar og pönnur, hnífar, borðbúnaður, vín og aðrar drykkjarvörur.
Á keppnisstaðnum eru 6 eldhús þar sem landsliðin keppa og 3 eldhús þar sem ungkokkar keppa. Sýningargestir geta horft inn í eldhúsin og séð fagfólkið matreiða þriggja rétta máltíð fyrir 110 manns en á keppnisstaðnum er búið að setja upp veitingastað fyrir 900 manns.
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson.
/Margrét Sigurðardóttir
![]()
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám















