Uppskriftir
Búið til ykkar eigið beikon
Svínasíðan er ein mesta gjöf matgæðinga og tilvalin til beikongerðar. Beikon er venjulega saltpæklað og síðan reykt.
Annaðhvort nota menn saltlög eða þurrverka kjötið. Útkoman er ferskt beikon eða „pansetta“ sem er hálfþurrkað beikon.
Beikon með svörtum pipar og púðursykri
1 stk. myndarleg svínasíða
¼ dl sjávarsalt
1 dl dökkbrúnn sykur
1 matskeið ferskur malaður svartur pipar
½ tsk. marið lárviðarlauf
1 tsk. saxaður laukur (eða duft)
1 tsk. saxaður hvítlaukur (eða duft)
½ tsk. malað timjan eða blóðberg (þurrkað)
1 tsk. nitritsalt fyrir þá sem vilja bleikt beikon (má sleppa)
Aðferð
Blandið salti, púðursykri, svörtum pipar, lárviðarlaufinu, lauk, hvítlauk og blóðbergi saman í stóru plastíláti með loki.
Bætið við svínakjötinu með fituna upp, nuddið og geymið í kæli í 10 daga. Snúið svínakjötinu á hina hliðina eftir fimm daga.
Eftir 10 daga
Fjarlægið svínakjötið úr ílátinu og skolið með köldu vatni. Fjarlægið eins mikið af kryddblöndunni og mögulegt er. Þerrið og geymið í kæli, án plastloks, í 24 klukkustundir til að fá smá húð. Hitið grillið 150 °C með eldi úr viði með ögn af kolum til að halda uppi hitanum.
Reykið í um 1½ klst. á kg við 100 °C þar til innra hitastig nær 70 °C.
Fjarlægið og látið beikonið hvíla við stofuhita í 30 mínútur. Kælið áður en það er sneitt.
Steikið beikonsneiðar á heitri pönnu yfir miðlungshita í 5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til það er stökkt.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari.
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni8 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi










