Uppskriftir
Búið til ykkar eigið beikon
Svínasíðan er ein mesta gjöf matgæðinga og tilvalin til beikongerðar. Beikon er venjulega saltpæklað og síðan reykt.
Annaðhvort nota menn saltlög eða þurrverka kjötið. Útkoman er ferskt beikon eða „pansetta“ sem er hálfþurrkað beikon.
Beikon með svörtum pipar og púðursykri
1 stk. myndarleg svínasíða
¼ dl sjávarsalt
1 dl dökkbrúnn sykur
1 matskeið ferskur malaður svartur pipar
½ tsk. marið lárviðarlauf
1 tsk. saxaður laukur (eða duft)
1 tsk. saxaður hvítlaukur (eða duft)
½ tsk. malað timjan eða blóðberg (þurrkað)
1 tsk. nitritsalt fyrir þá sem vilja bleikt beikon (má sleppa)
Aðferð
Blandið salti, púðursykri, svörtum pipar, lárviðarlaufinu, lauk, hvítlauk og blóðbergi saman í stóru plastíláti með loki.
Bætið við svínakjötinu með fituna upp, nuddið og geymið í kæli í 10 daga. Snúið svínakjötinu á hina hliðina eftir fimm daga.
Eftir 10 daga
Fjarlægið svínakjötið úr ílátinu og skolið með köldu vatni. Fjarlægið eins mikið af kryddblöndunni og mögulegt er. Þerrið og geymið í kæli, án plastloks, í 24 klukkustundir til að fá smá húð. Hitið grillið 150 °C með eldi úr viði með ögn af kolum til að halda uppi hitanum.
Reykið í um 1½ klst. á kg við 100 °C þar til innra hitastig nær 70 °C.
Fjarlægið og látið beikonið hvíla við stofuhita í 30 mínútur. Kælið áður en það er sneitt.
Steikið beikonsneiðar á heitri pönnu yfir miðlungshita í 5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til það er stökkt.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti