Starfsmannavelta
Brút og Kaffi Ó-le loka
Veitingastaðurinn Brút í Pósthússtræti og kaffihúsið Ó-le í Hafnarstræti hafa lokað. Staðirnir voru reknir saman og það staðfestir Ragnar Eiríksson, matreiðslumaður og einn eigenda Brút, í samtali við fréttastofu Vísis. Hann átti staðinn ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum.
„Ég get staðfest það, að það er svo. Kaffi Ó-le og Brút er sami rekstur,“
segir Ragnar en vísar öðrum svörum til Ólafs Arnar. Fréttastofa hefur ekki náð tali af honum.
Í tilkynningu sem birt var á Facebook-síðu Kaffi Ó-le í dag kom fram að kaffihúsinu hefði verið lokað. Brút var opnaður árið 2021 og naut fljótt viðurkenningar, meðal annars sem Michelin veitingastaður þar sem áhersla var lögð á sjávarrétti. Kaffi Ó-le hóf einnig rekstur á svipuðum tíma og varð fljótt vinsæll viðkomustaður í miðborginni.
Mynd: instagram / Kaffi Ó-le
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






