Starfsmannavelta
Brút og Kaffi Ó-le loka
Veitingastaðurinn Brút í Pósthússtræti og kaffihúsið Ó-le í Hafnarstræti hafa lokað. Staðirnir voru reknir saman og það staðfestir Ragnar Eiríksson, matreiðslumaður og einn eigenda Brút, í samtali við fréttastofu Vísis. Hann átti staðinn ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum.
„Ég get staðfest það, að það er svo. Kaffi Ó-le og Brút er sami rekstur,“
segir Ragnar en vísar öðrum svörum til Ólafs Arnar. Fréttastofa hefur ekki náð tali af honum.
Í tilkynningu sem birt var á Facebook-síðu Kaffi Ó-le í dag kom fram að kaffihúsinu hefði verið lokað. Brút var opnaður árið 2021 og naut fljótt viðurkenningar, meðal annars sem Michelin veitingastaður þar sem áhersla var lögð á sjávarrétti. Kaffi Ó-le hóf einnig rekstur á svipuðum tíma og varð fljótt vinsæll viðkomustaður í miðborginni.
Mynd: instagram / Kaffi Ó-le
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






