Vertu memm

Keppni

Breytt fyrirkomulag á fagkeppni MFK vegna COVID-19

Birting:

þann

Logo MFK - Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

Breytt fyrirkomulag á fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og frestun á aðalfundi félagsins.

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 setur stjórn og fagkeppnisnefnd heilsu og hag keppenda, þjónustuaðila og gesta keppninnar í forgang. Með þetta í huga verður keppnin með breyttu skipulagi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá MFK.

Allar innsendar vörur verða dæmdar næstkomandi miðvikudag og fimmtudag eins og áður var áætlað. Í stað veglegrar verðlaunadagskrár tengda MFK deginum laugardaginn 14. mars verður gefinn út í staðinn veglegur bæklingur þar sem dómarar og verðlaunavörur kynntar.

Bæklingur þessi verður sendur á þátttakendur og fyrirtæki í matvælaiðnaði. Bæklingurinn verður einnig sendur á fjölmiðla og á alla styrktaraðila keppninnar.

Samhliða þessum breytingum verður fellt dagskrár MFK dagsins næstkomandi laugardag 14. mars. Aðalfundi félagsins verður einnig frestað og mun ný tímasetning hans verða kynnt félagsmönnum með góðum fyrirvara.

Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem er nú haldin í 14 sinn, verða fjölmörg matvælafyrirtæki sem taka þátt og keppa í fimm flokkum en þessir flokkar eru:

Eldaðar vörur – Allar vörur sem eru soðnar svo sem slátur, álegg, hangikjöt ofl.

Sælkeravörur – Allar hráverkaðar vörur eins og spægipylsur, þurrkaðir vöðvar ofl.

Soðnar pylsur – Allar soðnar pylsur. Kæfa / Paté – Allar soðnar/bakaðar, kæfur/paté.

Nýjunga – Allar vörur sem eru nýjar á markaði, hvort sem eru soðnar, bakaðar eða hráar.

Aukakeppni – Eins og í síðustu keppnum er einnig keppt í vörum úr laxi og silung.

Fleiri fréttir af MFK hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið