Vín, drykkir og keppni
Breytingar hjá Port 9 vínbar – Nýr framkvæmdastjóri og Gunnar Páll Rúnarsson lætur af störfum
Lára Sigríður Haraldsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sútarans ehf. sem rekur Port 9 vínbar.
Lára Sigríður, sem jafnframt er gæða- og þjónustustjóri hjá RR hótel, mun áfram sinna störfum fyrir RR hótel sem er meirihlutaeigandi Sútarans.
Fráfarandi framkvæmdastjóri og meðeigandi Sútarans Gunnar Páll Rúnarsson, sem lætur nú af störfum, hefur ásamt starfsfólki Port 9 unnið frábært starf við uppbyggingu og þróun þessa vinsæla vínbars.
Port 9 er vínbar og morgunverðarstaður fyrir viðskiptavini RR hótels og aðra gesti. Port 9 mun áfram leggja megin áherslu á góða og notalega stemningu þar sem boðið er uppá góð vín og létta smárétti að hætti vínsérfræðinga Port 9.
Port 9 mun halda óbreyttum rekstri morgunverðarstaðar sem notið hefur mikilla vinsælda en þar er boðið uppá fimm rétta matseðil. Morgunverðarstaðurinn hefur frá opnun verið í efstu sætum á Tripadvisor í flokki veitingastaða í Reykjavík. Sú starfsemi hefur legið niðri um hríð vegna COVID-19 en mun opna á ný um leið og aðstæður leyfa.
Port 9 opnaði fyrir 4 árum síðan:
Stjórn Sútarans þakkar Gunnari Páli fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s