Vín, drykkir og keppni
Breytingar hjá Port 9 vínbar – Nýr framkvæmdastjóri og Gunnar Páll Rúnarsson lætur af störfum
Lára Sigríður Haraldsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sútarans ehf. sem rekur Port 9 vínbar.
Lára Sigríður, sem jafnframt er gæða- og þjónustustjóri hjá RR hótel, mun áfram sinna störfum fyrir RR hótel sem er meirihlutaeigandi Sútarans.
Fráfarandi framkvæmdastjóri og meðeigandi Sútarans Gunnar Páll Rúnarsson, sem lætur nú af störfum, hefur ásamt starfsfólki Port 9 unnið frábært starf við uppbyggingu og þróun þessa vinsæla vínbars.
Port 9 er vínbar og morgunverðarstaður fyrir viðskiptavini RR hótels og aðra gesti. Port 9 mun áfram leggja megin áherslu á góða og notalega stemningu þar sem boðið er uppá góð vín og létta smárétti að hætti vínsérfræðinga Port 9.
Port 9 mun halda óbreyttum rekstri morgunverðarstaðar sem notið hefur mikilla vinsælda en þar er boðið uppá fimm rétta matseðil. Morgunverðarstaðurinn hefur frá opnun verið í efstu sætum á Tripadvisor í flokki veitingastaða í Reykjavík. Sú starfsemi hefur legið niðri um hríð vegna COVID-19 en mun opna á ný um leið og aðstæður leyfa.
Port 9 opnaði fyrir 4 árum síðan:
Stjórn Sútarans þakkar Gunnari Páli fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem framundan eru.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya








