Frétt
Breytingar á reglugerðum varðandi að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerðum um baðstaði í náttúrunni og um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
Breytingarnar á reglugerð um baðstaði í náttúrunni varða veitingaþjónustu á baðstöðum, svo sem í afþreyingarlaugum. Baðstaðir í náttúrunni, eins og t.d. Bláa lónið, hafa um árabil boðið upp á takmarkaðar veitingar á baðsvæðum og hefur þar verið farið eftir þeim verklagsreglum sem fram koma í starfsleyfi. Lagt er til að kveðið verði á um í reglugerðinni að heimilt sé að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað og að fjallað verði um það í öryggisreglum og starfsleyfi.
Breytingarnar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum eru til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til í reglugerð um baðstaði í náttúrunni auk annarra lagfæringa.
Umsögnum um reglugerðadrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 21. júní næstkomandi.
Mynd: stjornarradid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína