Frétt
Breytingar á reglugerðum varðandi að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerðum um baðstaði í náttúrunni og um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
Breytingarnar á reglugerð um baðstaði í náttúrunni varða veitingaþjónustu á baðstöðum, svo sem í afþreyingarlaugum. Baðstaðir í náttúrunni, eins og t.d. Bláa lónið, hafa um árabil boðið upp á takmarkaðar veitingar á baðsvæðum og hefur þar verið farið eftir þeim verklagsreglum sem fram koma í starfsleyfi. Lagt er til að kveðið verði á um í reglugerðinni að heimilt sé að veita áfengi í takmörkuðu magni á baðstað og að fjallað verði um það í öryggisreglum og starfsleyfi.
Breytingarnar á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum eru til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til í reglugerð um baðstaði í náttúrunni auk annarra lagfæringa.
Umsögnum um reglugerðadrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 21. júní næstkomandi.
Mynd: stjornarradid.is
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Food & fun18 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina