Markaðurinn
Bragðmikil djöflaegg með beikoni og sýrðum rjóma
Djöflaegg eru að mínu mati stórlega vanmetinn partýmatur og þyrftu að vera mikið oftar á borðum. Þau eru frábær með köldum drykk og þar að auku hollt og gott snarl, sem hentar til dæmis afar vel á lágkolvetna eða ketó mataræði. Mér þykir einnig ákaflega lekkert að bera svona egg fram á bröns hlaðborðinu.
6 stór egg
4 vænar sneiðar beikon
4 litlir vorlaukar, smátt saxaðir
1 msk Dijon sinnep
Nokkrir dropar Tabasco sósa
4 msk 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
Salt og pipar
Paprikuduft og fersk steinselja eftir smekk
Aðferð:
- Sjóðið eggin í 10 mínútur eða þar til harðsoðin. Steikið beikonið á meðan þar til stökkt, setjið á bréf og látið kólna.
- Kælið eggin undir rennandi vatni, takið skurnina af og skerið eggin í tvennt. Skafið eggjarauðuna innan úr og setjið í skál eða matvinnsluvél.
- Blandið ¾ af vorlauknum saman við eggjarauðurnar ásamt, sinnepi, tabasco, sýrðum rjóma, salti og pipar. Blandið vel saman þar til blandan er silkimjúk. Smakkið ykkur áfram með salti og pipar og e.t.v. tabasco sósu.
- Setjið eggjablönduna í sprautupoka og sprautið í eggjahelmingana. Þetta má líka gera með skeið og sleppa sprautupokanum.
- Skreytið eggin með dáliltu paprikudufti, smátt söxuðu beikoni, vorlauk og steinselju. Berið fram strax eða geymið í kæli.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars