Markaðurinn
Bragðmikil djöflaegg með beikoni og sýrðum rjóma
Djöflaegg eru að mínu mati stórlega vanmetinn partýmatur og þyrftu að vera mikið oftar á borðum. Þau eru frábær með köldum drykk og þar að auku hollt og gott snarl, sem hentar til dæmis afar vel á lágkolvetna eða ketó mataræði. Mér þykir einnig ákaflega lekkert að bera svona egg fram á bröns hlaðborðinu.
6 stór egg
4 vænar sneiðar beikon
4 litlir vorlaukar, smátt saxaðir
1 msk Dijon sinnep
Nokkrir dropar Tabasco sósa
4 msk 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
Salt og pipar
Paprikuduft og fersk steinselja eftir smekk
Aðferð:
- Sjóðið eggin í 10 mínútur eða þar til harðsoðin. Steikið beikonið á meðan þar til stökkt, setjið á bréf og látið kólna.
- Kælið eggin undir rennandi vatni, takið skurnina af og skerið eggin í tvennt. Skafið eggjarauðuna innan úr og setjið í skál eða matvinnsluvél.
- Blandið ¾ af vorlauknum saman við eggjarauðurnar ásamt, sinnepi, tabasco, sýrðum rjóma, salti og pipar. Blandið vel saman þar til blandan er silkimjúk. Smakkið ykkur áfram með salti og pipar og e.t.v. tabasco sósu.
- Setjið eggjablönduna í sprautupoka og sprautið í eggjahelmingana. Þetta má líka gera með skeið og sleppa sprautupokanum.
- Skreytið eggin með dáliltu paprikudufti, smátt söxuðu beikoni, vorlauk og steinselju. Berið fram strax eða geymið í kæli.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Frétt5 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu