Markaðurinn
Bragðmikil djöflaegg með beikoni og sýrðum rjóma
Djöflaegg eru að mínu mati stórlega vanmetinn partýmatur og þyrftu að vera mikið oftar á borðum. Þau eru frábær með köldum drykk og þar að auku hollt og gott snarl, sem hentar til dæmis afar vel á lágkolvetna eða ketó mataræði. Mér þykir einnig ákaflega lekkert að bera svona egg fram á bröns hlaðborðinu.
6 stór egg
4 vænar sneiðar beikon
4 litlir vorlaukar, smátt saxaðir
1 msk Dijon sinnep
Nokkrir dropar Tabasco sósa
4 msk 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
Salt og pipar
Paprikuduft og fersk steinselja eftir smekk
Aðferð:
- Sjóðið eggin í 10 mínútur eða þar til harðsoðin. Steikið beikonið á meðan þar til stökkt, setjið á bréf og látið kólna.
- Kælið eggin undir rennandi vatni, takið skurnina af og skerið eggin í tvennt. Skafið eggjarauðuna innan úr og setjið í skál eða matvinnsluvél.
- Blandið ¾ af vorlauknum saman við eggjarauðurnar ásamt, sinnepi, tabasco, sýrðum rjóma, salti og pipar. Blandið vel saman þar til blandan er silkimjúk. Smakkið ykkur áfram með salti og pipar og e.t.v. tabasco sósu.
- Setjið eggjablönduna í sprautupoka og sprautið í eggjahelmingana. Þetta má líka gera með skeið og sleppa sprautupokanum.
- Skreytið eggin með dáliltu paprikudufti, smátt söxuðu beikoni, vorlauk og steinselju. Berið fram strax eða geymið í kæli.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?