Viðtöl, örfréttir & frumraun
BragðaGarður 2025: „Ég lærði að vera öruggari og tala við alls konar fólk“ – Myndir
- Sólskinsbros úr Sólskinsbúðinni á Flúðum
- Þorgrímur skyrgerðarmaður frá Erpsstöðum
- Svava sinnep
Það var líf og fjör í Grasagarðinum í Reykjavík þegar BragðaGarður fór fram dagana 26.–27. september. Hátíðin, sem er haldin af Slow Food á Íslandi í samstarfi við Grasagarðinn og Hótel- og matælaskólann í MK í Kópavogi, fagnaði matarmenningu og sjálfbærni með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa.
- Ragna R-rabarbari
- Rúnalist og sokkatré
- Anna María, Lífrænt Ísland
Á föstudeginum mættu 220 gestir til að taka þátt í dagskrá sem var sérstaklega sniðin að ungu fólki. Nemendur á fyrsta ári í matreiðslu voru með sýnikennslu á einföldum réttum úr íslensku hráefni og nemendur úr Grunndeild matvæla í MK stýrðu jafningjafræðslu og sýndu gestum hvað þau hafa verið að læra í náminu. Það voru skynmatsverkstæði, jurtakokteilbar, kynningar á súrdeigsbrauði og sýnikennsla í matreiðslu og stemningin var frábær.
Tveir nemendur, Hinrik og Emma, tóku þátt í verkefninu og sögðu frá reynslu sinni og þátttöku.
Hvað fannst ykkur skemmtilegast við að taka þátt?
Hinrik: „Að framreiða drykkina og skoða allskonar hlutina sem komu fram þarna.“
Emma: „Allt var svo skemmtilegt! Við fengum öll að vera saman og sýna fólki hvað við höfðum verið að læra.“
Hvað lærðuð þið af deginum?
Hinrik: „Hversu mikinn áhuga fólk getur haft á svona verkefni.“
Emma: „Ég lærði að vinna betur með öllum, tala við alls konar fólk og vera öruggari.“
Mynduð þið vilja taka þátt í fleiri svona verkefnum?
Hinrik: „Já, ég myndi vera til í það, þó ég sé ekki með miklar hugmyndir.“
Emma: „100%! Mér finnst skemmtileg hugmynd að halda litla matarhátíð með básum, bakarar með kökur og brauð, kjötvinnslunemar með kjötspjót, þjónar með drykki og matreiðslunemar með míni-rétti. Eitthvað fyrir góðgerðarmál væri líka gaman.“
Hvernig er að vera í Grunndeild matvæla í MK?
Hinrik: „Það er bara æðislegt, ég finn að ég á að vera hérna.“
Emma: „Það er geggjað! Kennararnir eru yndislegir og við fáum að prófa allt, kjötið, þjóninn, bakarann og kokkinn. Ég bíð spennt eftir hverjum verklegum degi!“
- Jörundur og Sif frá Hrísakoti
- Jóhanna á Háafelli með sínar fjölbreyttu vörur
- Gjafapakkningar úr vörum smáframleiðenda
- Fjóla í Livefood að gefa smakk
- Erpsstaðir og mysudrykkir
- Drekagull úr Skagafirði
- Elínborg frá Breiðargerði
- Hvað gerist þegar við kryddum?
Á laugardeginum mættu 830 gestir á matarmarkað Beint frá Býli og Samtaka smáframleiðenda matvæla. Þar var boðið upp á fjölbreyttar afurðir og líflega stemningu. Fyrirlestrar dagsins voru vel sóttir og sköpuðu áhugaverðar umræður um matarmenningu, sóun og súðbyrðinga og gestir tóku virkan þátt.
BragðaGarður sýndi vel hvernig hægt er að tengja saman mat, menntun og samfélagsvitund og það er ljóst að framtíðin er bragðmeiri með svona kröftugu og áhugasömu unga fólki.
Myndir: Slow Food
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni



































